Desemberuppbót
Starfshópar og upphæðir desemberuppbótar
Starfshópur | 2024 | 2023 |
Verslunar og skrifstofufólk | . | 103.000 kr. |
Verkamenn (þ.m.t. hótel og veitingast.) | . | 103.000 kr. |
Iðnaðarmenn | . | 103.000 kr. |
Sveitarfélögin | .. | 131.000 kt. |
Ríkið | . | 103.000 kr. |
Alcoa Fjarðarál | 327.600 kr. | 307.900 kr. |
Starfsmenn á bændabýlum | . | 103.000 kr. |
Starfsmenn við línu og net | . |
103.000 kr. |
Réttur til desemberuppbótar:
Almenni markaðurinn (verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarmenn).
45 vikur í fullu starfi (á almanaksárinu) gefa rétt til 100% desemberuppbótar, en greitt er hlutfallslega ef unnið er hluta úr ári eða hafi starfsmaður verið í hlutastarfi. Starfsmenn sem eru í starfi fyrstu vikuna í desember eiga rétt á hlutfallslegri uppbót svo og þeir sem starfað hafa samfellt í 12 vikur eða lengur á árinu.
Greiða skal desemberuppbót eigi síðar en 15. desember.
Þetta ákvæði gildir einnig fyrir starfsmenn sem starfa við beitingu og uppstokkun.
Starfsmenn hjá sveitarfélögum.
Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000. Sjá einnig gr. 11.1.8. Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun. Áunnin persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns
Starfsmenn hjá Ríkinu
Starfsmaður sem eru við störf fyrstu viku nóvembermánaðar fær greidda desemberuppbót þann 1. desember. Greitt er hlutfallslega til starfsmanna sem verið hafa í hlutastarfi eða starfað hafa hluta úr ári. Jafnfram fá þeir greitt hlutfallslega sem hætt hafa stöfum á árinu eftir a.m.k. 3 mánaða (13 vikur) samfellt starf.
Alcoa Fjarðarál
45 vikur í fullu starfi (á almanaksárinu) gefa rétt til 100% desemberuppbótar, en greitt er hlutfallslega ef unnið er hluta úr ári eða hafi starfsmaður verið í hlutastarfi. Starfsmenn sem eru í starfi síðustu viku í nóvember eða fyrstu viku í desember eiga rétt á hlutfallslegri uppbót svo og þeir sem starfað hafa samfellt í 12 vikur eða lengur á árinu. Greiða skal desemberuppbót með nóvemberlaunum.
Sjómenn
Ekki hefur verið samið um greiðslu desemberuppbótar fyrir sjómenn.
Starfsmenn á bændabýlum.
Desemberuppbót er sú sama og á almenna markaðnum. Heimilt er þó að greiða desember- og orlofsuppbót jafnharðan óski starfsmaður eftir því, enda sé gengið frá því í ráðningarsamningi. Ofan á mánaðarlaun kemur þá hlutfall af desember- og orlofsuppbót miðað við full starf 173,33 klst. á mánuði. Á árinu 2020 kr. 80,56 á klukkustund.