Fæðingarorlof
Í lögum um fæðngarorlof er kveðið á um að skyldur atvinnurekenda til að meta eða láta fara fram mat á áhættuþáttum varðandi vinnuaðstæður og skipulag vinnunnar með tillitil til öryggis og heilbrigðis þungaðrar konu, konu sem nýlega hefur alið barn eða hefur barn á brjósti sjá reglugerð nr. 931/2000.
Samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 skal fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar og uppsagnarfrests. Sama gildir ef kona þarf að öryggisásæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.
Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar, án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma.
Fæðingarorlof allt að 6 mánuðum telst til unnins tíma við útreikning orlofsréttar, þ.e. réttar til frítöku en ekki orlofslauna.
Eftir eins árs starf hjá sama atvinnurekanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir ef kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.
Forsendur þess að njóta réttinda þungaðra kvenna er að þungunin hafi verið tilkynnt til atvinnurekanda.
Óheimilt er að segja upp þungaðri konu og foreldrum í fæðingarorlofi.
Um fæðingar- og foreldraorlof fer skv. lögum nr. 95/2000 um sama efni. Lög um fæðingarorlof
Upplýsingar ASÍ um fæðingar- og foreldraorlof á vef ASÍ
Umsóknareyðublöð um fæðingar - og foreldraorlof á vef Fæðingarorlofssjóðs.