AFL starfsgreinafélag
 • Orlof
 • Leigureglur íbúða

Leigureglur orlofsíbúða og orlofshúsa

 1. Reglur þessar gilda fyrir útleigu íbúða og húsa til félagsmanna utan „handvirkra úthlutunartímabila. Um úthlutun íbúða og orlofshúsa um jól og áramót, páska og á sumarleyfistíma – gilda sérákvæði hverju sinni sem auglýsa skal fyrir hverja úthlutun.
 1. Íbúðir og orlofshús AFLs Starfsgreinafélags eru til útleigu fyrir félagsmenn AFLs, og gildir þá einu hvort um er að ræða greiðandi félagsmann, eldri borgara eða öryrkja, svo framarlega að viðkomandi hafi verið greiðandi til félagsins síðustu 5 ár áður en viðkomandi  hvarf af vinnumarkaði.
 2. Leigja má íbúðirnar sex mánuði fram í tímann, sami aðili má skrá sig fyrir allt að sjö gistinóttum á næstu sex mánuðum. Leigja má orlofshús 6 mánuði fram í tímann.  Takmarkanir á leigu íbúða ( 7 daga regla) hafa ekki áhrif á heimild félagsmanna til að leigja orlofshús.
 1. Hver félagsmaður getur aðeins leigt eina orlofseign hverju sinni.
 2. Íbúðir og orlofshús er unnt að leigja með aðgangi að vefsíðu félagsins eða á skrifstofum þess. Nánari skilmálar eru í vinnureglum hér að aftan.
 1. Fyrir hverja bókun skal greiða bókunargjald – sem er hluti leiguverðs og endurgreiðist ekki ef hætt er við leigu – sbr. nánari reglur hér að aftan.
 2. Leigusamninga skal greiða ekki síðar en 10 dögum fyrir útleigudag. Ef greiðsla berst ekki innan tilskilins tíma fellur bókun niður og íbúðin birtist tafarlaust aftur laus til útleigu.
 3. Leigjanda skulu kynntar þær umgengnisreglur sem í gildi eru ásamt þeirri ábyrgð sem hann ber við leigutöku (sjá leigusamning og reglur sem hanga uppi í íbúðinni).
 4. Þurfi sjúklingur á íbúð að halda en enginn íbúða félagsins er laus til leigu skal skrifstofa félagsins losa þá íbúð sem síðast var bókuð á þeim tíma sem sjúklingur þarf á íbúð að halda. Þeim félagsmanni sem bókaði þá íbúð er skylt að láta eftir íbúðina eftir. Félagsmaður sem óskar eftir að nýta þann forgang sem þessi grein veitir – skal senda skriflegt erindi með minnst tveggja vikna fyrirvara áður en óskað er eftir íbúðaleigu – og láta skriflegt vottorð læknis fylgja með. Hámarksdvöl sjúklinga er tvær vikur nema mjög brýnar ástæður liggi að baki. Forgangur sjúklinga á ekki við á úthlutunartímabilum – sbr. jól og áramót eða önnur tímabil sem stjórn Orlofssjóðs ákveður að úthluta sérstaklega.
 5. Um afbókanir og endurgreiðslur leigu fer skv. vinnureglum AFLs Starfsgreinafélags sjá hér