AFL starfsgreinafélag

Kjarasamningur undirritaður við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs

Átján aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands, þar með talið AFL Starfsgreinafélag, eru aðilar að samningum sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir þeir samningar sem ríkið hefur gengið frá að undanförnu.

Nánar hér …

Fyrirkomulag kynninga til félagsmanna AFLs  sem starfa samkvæmt kjarasamningnum hjá stofnunum ríkisins liggur fyrir fljótlega svo og atkvæðagreiðsla sem lýkur 8. júlí.

Samningaviðræðum SGS félaga við sveitarfélögin vísað til ríkissáttasemjara

rse

Þann 19. júní s.l. var samningaviðræðum við sveitarfélögin vísað til ríkissáttasemjara.

Þrátt fyrir fjölmarga samningafundi milli aðila hafa viðræður ekki skilað þeim árangri sem SGS getur sætt sig við.

Fyrsti fundur í deilunni undir stjórn sáttasemjara var í morgun og hefur verið boðað til annars fundar í fyrramálið. AFL er aðili að viðræðunum með SGS ásamt öðrum 17 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins.

Engar viðræður hafa enn fengist vegna sérákvæða við sveitarfélagið Hornafjörð

SGS / AFL STYÐUR FÉLAGA SÍNA Í FÆREYJUM

 

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við félaga sína í Færeyjum, en félagsfólk í Foroya arbeiðarafélagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi hefur nú í á fjórðu viku staðið í umfangsmiklum verkfallsaðgerðum sem enn sér ekki fyrir endann á.

Formannafundur SGS beinir því jafnframt til síns félagsfólks að ganga hvorki beint né óbeint í störf færeyskra félaga sinna á meðan á aðgerðum stendur.

 

AFL Starfsgreinafélag tekur undir stuðningsyfirlýsingu SGS og hvetur félagsmenn til að ganga ekki í störf verkfallsfólks.

Laus tímabil í sumar - fyrstur kemur, fyrstur fær

HusEinarsst

Búið er að opna orlofsvef félagsins fyrir almennar bókanir í tímabil í sumarhúsum félagsins sem eru enn laus eftir úthlutun.  Búið er að bjóða öllum á biðlista - þ.e. þeim sem sóttu um orlofshús í sumar en fengu ekki - að breyta umsóknum sínum að þeim tímabilum sem enn voru laus og nýttu fjölmargir sér það.  Enn eru samt eftir nokkur tímabil sem eru laus og geta nú allir félagsmenn bókað beint án þess að það fari í gegnum skrifstofu félagsins.

Bókunarvefurinn er á "mínum síðum" í hlekknum hér að ofan og innskráning er með rafrænum skilríkjum eða með lykilorði.

1. maí hátíðarhöld AFLs Starfsgreinafélags.

Sterk hreyfing- sterkt samfélag 1. maí hátíðarhöld AFLs Starfsgreinafélags.

Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fara fram á milli kl. 12:00 og 13:00.  Hátíðarhöldin verða á eftirtöldum stöðum

Vopnafirði, - Félagsheimilinu Miklagarði –Gunnar Smári Guðmundsson flytur ávarp

Borgarfirði eystri - Álfheimum – Aleksandra Radovanovic  flytur ávarp

Seyðisfirði - Félagsheimilinu Herðubreið -Sverrir Mar Albertsson  flytur ávarp

Egilsstöðum - Hótel Héraði - Nikulás Daði Arnarson flytur ávarp

Reyðarfirði – Heiðarbær – Ágúst Ívar Vilhjálmsson  flytur ávarp

Eskifirði – Melbær- Sverrir Kristján Einarsson flytur ávarp

Neskaupstað – Hótel Hildibrand- Sunna Júlía Þórðardóttir flytur ávarp

Fáskrúðsfirði – Glaðheimum –Jón Kristinn Arngrímsson flytur ávarp

Stöðvarfirði – Grunnskólanum Stöðvarfirði – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir flytur ávarp

Breiðdalsvík- Hamar kaffihús - Bára Kolbrún Pétursdóttir flytur ávarp

Djúpavogi - Hótel Framtíð – Guðrún Aradóttir flytur ávarp

Hornafirði – Heppa restaurant- Sigurður Einar Sigurðsson flytur ávarp