Afskipti bæjarstjóra af kosningum um verkfall ólögleg?
AFL kannar grundvöll fyrir að kæra bæjarstjóra og lögmann sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir það sem félagið telur afskipti af afkvæðagreiðslu um vinnustöðvun
Athugunin byggir á 4. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur en þar segir:
4. gr.
Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með:
a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,
b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.