AFL starfsgreinafélag

Orlofsmál

Allt launafólk á rétt á orlofi samkvæmt lögum og kjarasamningum. Starfsmaður ávinnur sér rétt til orlofs með vinnu fyrir atvinnurekanda á svokölluðu orlofsári, sem er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið. Lágmarksorlof er tveir orlofsdagar fyrir hvern unninn mánuð.

Orlofslaun eru greidd fyrir í samræmi við áunninn rétt til orlofs á árinu og reiknast á hverja launagreiðslu, þannig að af heildarlaunum reiknast orlofslaunahlutfall viðkomandi starfsmanns, að lágmarki 10,17%.

Með hækkandi starfsaldri ávinna starfsmenn sér rétt til hærra hlutfalls og fleiri frídaga.


Orlofsuppbótin

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarsamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra. Orlofsuppbótin er mishá eftir kjarasamningum.


Orlofshús og íbúðir

AFL á orlofshús og íbúðir á nokkrum stöðum á landinu, auk aðgangs að íbúð á Spáni. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hvað félagið býður upp á í orlofsmálum í gegnum tenglana hér á síðunni, með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband við einhverja af skrifstofum félagsins.


AFL Orlofsvefur 2013

Orlofsvefur AFLs

AFL Starfsgreinafélag hefur tekið í notkun orlofskerfi þar sem félagsmenn geta skoðað laus tímabil og bókað sjálf á netinu og gengið frá greiðslu. Slóðin er http://asa.is/orlofsmal/boka-orlofseign Ef símanúmerið þitt eða netfang er ekki þekkt í félagakerfinu - þarftu að hafa samband við skrifstofur félagsins og láta skrá þessar upplýsingar. Annars dugar kennitalan til að byrja að bóka.