Góð heimsókn frá nágrönnum
40 manna hópur forystumanna og starfsmanna nokkurra færeyskra verkalýðsfélaga leit við á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði í dag. Hópurinn er í stuttri heimsókn til Íslands og AFL bauð upp á íslenska kjötsúpu í tilefni dagsins. Hópurinn hafði beðið um stutta kynningu á uppbyggingu íslenskrar verkalýðshreyfingar og kynning AFLs hófst á orðunum "skipulag íslenskrar verkalýðshreyfingar er mjög ruglingslegt fyrir utanaðkomandi". Eftir kynninguna var hópurinn mjög sammála þessari fullyrðingu. Heimsóknin var á léttu nótunum og eftir kjötsúpuna og létt spjall héldu grannar okkar áfram skoðunarferð sinni um Austurland.