AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags

logo_afls.png

verður haldinn að Búðareyri 1, Reyðarfirði

þriðjudaginn 26. mars kl. 17:00

Fundarefni:

 1. Skýrsla formanns deildarinnar
 2. Kjaramál
 3. Stjórnarkjör
 4. Önnur mál.

AFL Starfsgreinafélag

Iðnaðarmannadeild

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga AFLs og LÍV við SA og FA

AFL Starfsgreinafélag auglýsir hér með leynilega, rafræna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga LÍV við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda um nýgerða kjarasamninga.

Atkvæðagreiðslan hefst kl. 12:00 föstudaginn 15. mars  2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 21. mars 2024. Kosningarétt hefur félagsfólk AFLs sem starfar samkvæmt þessum samningum.

Kosning fer fram á mínum síðum á www.asa.is. Innskráning á kjörseðil er með, lykilorði,  Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Félagsfólk sem ekki getur kosið en telur sig eiga rétt á að taka þátt, vinsamlega sendið erindi til Kjörstjórnar AFLS, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í síma 4700 300. 

 

AFL/LÍV undirritar kjarasamning við SA

AFL/ LÍV og Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir kjarasamning sem gildir til loka janúar árið 2028. Samningurinn verður kynntur af félögunum og lagður fyrir félagsfólk í atkvæðagreiðslu sem fyrirhugað er að ljúki þann 21. mars 2024.

Markmið samningsins er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá er markmiðið jafnframt að auka kaupmátt launafólks, skapa fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, draga úr verðbólguvæntingum og styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Laun taka hlutfallshækkun en að lágmarki 23.750 kr. Launahækkun er afturvirk, laun hækka frá og með 1. febrúar 2024 um 3,25% en um 3,5% þann 1. janúar árin 2025, 2026 og 2027. Kjaratengdir liðir hækka samsvarandi. Þá hækka desember- og orlofsuppbætur á samningstímanum.

Samið var um aukin réttindi vegna orlofs. Til dæmis skal starfsfólk sem starfað hefur í 6 mánuði í sama fyrirtæki og náð hefur 22 ára aldri eða í 6 mánuði í sama fyrirtæki eftir framhaldskólapróf eiga rétt á orlofi í 25 daga og er miðað við orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025. Orlofsréttindi verða svo aukin frekar orlofsárið sem hefst 1. maí 2026, meðal annars er þá kveðið á um að eftir 6 ár í sama fyrirtæki skuli starfsfólk hafa 30 daga orlof.

Sérstakur kafli um fjarvinnu er nú hluti af kjarasamningi með það að markmiði að tryggja réttindi starfsfólks í fjarvinnu. Þá er einnig gerð breyting á rétti starfsfólks til setu á fagtengdum námskeiðum án skerðingar á dagvinnulaunum og getur starfsfólk nú varið allt að 16 dagvinnustundum á ári til slíkra námskeiða.

Hvað varðar kjör félagsfólks VR í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli náðist samkomulag um að unnið verði að breytingu á vaktafyrirkomulagi í samstarfi við ríkissáttasemjara og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir 20. desember. Þá var samið um hærri biðgreiðslur fyrir þau sem ekki eru með samfelldan vinnutíma.

Ítarlegri kynning á kjarasamningnum verður birt á vefnum á næstu dögum og verður hann jafnframt kynntur af félögum í LÍV. (frétt af heimasíðu LÍV)

Kjarasamningur SA við LÍV

Aðalfundur Starfsgreinadeildar AFLs

 

logo_afls.png

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn

 

20. mars kl. 17:300 2024– að Búðareyri 1 Reyðarfirði

Dagskrá

 1. Kjaramál
 2. Skýrsla formanns deildar
 3. Kjör stjórnar deildarinnar
 4. Önnur mál

Stjórn alm. starfsgreinardeildar AFLs

Stöðugleika- og velferðarsamningur í höfn

Undirritun 002

Breiðfylkingin, sem samanstendur af Starfsgreinasambandinu, Samiðn og Eflingu, hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Um er að ræða langtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.

Meginmarkmið samnings 

 • Lækkun verðbólgu og vaxta með samstilltu átaki verkalýðshreyfingar, ríkis, atvinnurekenda, sveitarfélaga og annarra​.
 • Endurreisn tilfærslukerfa heimila vinnandi fólks​.
 • Kaupmáttaraukning verði á samningstímanum.

Launahækkanir 

Hækkanir eru á formi blandaðrar leiðar krónutölu og prósentu. Launahækkanir koma til áhrifa á fjórum dagsetningum með árs millibili á samningstíma.

1. febrúar 2024

3,25% eða að lágmarki 23.750 kr.

1. janúar 2025

3,5% eða að lágmarki 23.750 kr.

1. janúar 2026

3,5% eða að lágmarki 23.750 kr.

1. janúar 2027

3,5% eða að lágmarki 23.750 kr.


Krónutöluhækkun á samningstíma er 95.000 kr. sem jafngildir 24% hækkunar lægstu launa. 

Aðrir kjaratengdir liðir taka almennum hækkunum í kjarasamningi. 

Ár​

Orlofsuppbót

Desemberuppbót

2024​

58.000​ kr.

106.000​ kr.

2025​

60.000​ kr.

110.000​ kr.

2026​

62.000​ kr.

114.000​ kr.

2027​

64.000​ kr.

118.000​ kr.

Forsenduákvæði 

Samningurinn stendur og fellur með því að markmið um lækkun verðbólgu náist, sem aftur eru forsenda vaxtalækkunar. Til að styrkja forsendur og markmið kjarasamninganna mun sérstök launa- og forsendunefnd taka þegar til starfa. Verkefni nefndarinnar er að fylgjast með framvindu þeirra þátta í efnahagslífinu sem áhrif geta haft á markmið samningsins, leggja formlegt mat á forsendur kjarasamningsins og eftir atvikum semja um viðbrögð við forsendubresti sem treysta forsendur samningsins og stuðla að því að hann haldi gildi sínu. 

Einnig eru í samningnum tvö forsenduákvæði sem koma snúa að annars vegar að vörn gegn launaskriði og hins vegar tryggingu launafólks á hlutdeild í framleiðniaukningu.

 

Framlag stjórnvalda

Framlag stjórnvalda er mikilvægur hluti af ávinningi kjarasamningsins. Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðaáætlun sem felur í sér fjárframlög til ýmissa mála sem gagnast vinnandi fólki. Er þar um að ræða aukningu ríkisútgjalda um 20 milljarða á ári. Helstu atriðin í framlagi stjórnvalda eru: 

 • Húsnæðisstuðningur
  • Sérstakur vaxtastuðningur vegna hás vaxtakostnaðar
  • Húsnæðisbætur – Grunnfjárhæð hækkar. Sérstök viðbót miðast að því að styðja betur við fjölmennari fjölskyldur
 • Barnafjölskyldur
  • Barnabætur, markmiðið er að fjölga viðtakendum barnabóta og að skerðingarmörkin verði hækkuð í átt að miðtekjum
  • Fæðingarorlof – Hámarksupphæð hækkar úr 600.000 kr. í 900.000 kr. á tímabilinu
  • Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
 • Önnur atriði
  • Gjaldskrár hins opinbera – Ríkið skuldbindur sig til að hækka ekki umfram 2,5% á árinu 2025. Tilmæli til sveitarfélaga um að endurskoða áður útgefnar hækkanir og halda þeim innan 3,5% vegna barnafjölskyldna.

Nú tekur við kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna. Niðurstaða afgreiðslu samningsins á að liggja fyrir ekki síðar en miðvikudaginn 20. mars næstkomandi. 

Opið fyrir umsóknir um sumarhús 2024

Screenshot 2024 03 07 124117

Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarhús nk. sumar.  Úthlutað verður á opnum fundi að Búðareyri 1, Reyðarfirði þann 9. apríl og verður fundurinn auglýstur síðar.

Þeir sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu 3 ár eru í forgangi og er dregið milli þeirra sem í forgangi eru - ef fleiri umsóknir eru um fleiri hús á hverju tímabili, en félagið hefur til ráðstöfunar.

Strax við úthlutun verður stofnuð krafa fyrir staðfestingargjaldi, kr. 5.000,- og er eindagi þess 25. apríl.  Ef það ekki er greitt í tíma fellur leiga niður og húsinu er ráðstafað til þess sem efstur er á biðlista.

Staðfestingargjald er ekki endurgreitt þó fallið sé frá leigu eftir 26. apríl. 

 

Orlofsbæklingur félagsins er hér  https://asa.is/images/stories/Baeklingar/AFL_Orlofsbaeklingur.pdf

Þar sem Pósturinn er hættur að bera út dreifipóst - verður bæklingnum ekki dreift í hús á félagssvæði.  Nálgast má bæklinginn í næstu viku á skrifstofum félagsins og eins á heimasíðu félagsins sbr. hlekkinn hér að ofan.