AFL samþykkti kjarasamning AFLs/SGS við Samtök Atvinnulífsins
Úrslit í kosningum um nýgerðan kjarasamning AFLs og SGS við SA vegna starfa verkafólks og starfa í veitinga-og gistihúsum lágu fyrir kl. 09:00 í morgun. Beðið var með birtingu úrslita á meðan talningu lauk hjá öðrum SGS félögum.
Kjörsókn hjá AFLi var þokkaleg eða 31,34%. 2.540 félagsmenn voru á kjörskrá og greiddu 796 þeirra atkvæði.
Já sögðu 684 - eða 85,93%
Nei sögðu 69 - eða 8,668
Tók ekki afstöðu - 43 eða 5,402%
Samningurinn telst því samþykktur.