Opið fyrir umsóknir um sumarhús 2024
Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarhús nk. sumar. Úthlutað verður á opnum fundi að Búðareyri 1, Reyðarfirði þann 9. apríl og verður fundurinn auglýstur síðar.
Þeir sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu 3 ár eru í forgangi og er dregið milli þeirra sem í forgangi eru - ef fleiri umsóknir eru um fleiri hús á hverju tímabili, en félagið hefur til ráðstöfunar.
Strax við úthlutun verður stofnuð krafa fyrir staðfestingargjaldi, kr. 5.000,- og er eindagi þess 25. apríl. Ef það ekki er greitt í tíma fellur leiga niður og húsinu er ráðstafað til þess sem efstur er á biðlista.
Staðfestingargjald er ekki endurgreitt þó fallið sé frá leigu eftir 26. apríl.
Orlofsbæklingur félagsins er hér https://asa.is/images/stories/Baeklingar/AFL_Orlofsbaeklingur.pdf
Þar sem Pósturinn er hættur að bera út dreifipóst - verður bæklingnum ekki dreift í hús á félagssvæði. Nálgast má bæklinginn í næstu viku á skrifstofum félagsins og eins á heimasíðu félagsins sbr. hlekkinn hér að ofan.