Sjómenn samþykkja kjarasamning
Talningu er lokið í kosningum Sjómannasambandsfélaga um nýgerðan kjarasamning við SFS - sem undirritaður var 6. febrúar.
Á kjörskrá voru 1104 og kusu 592 eða 53,62%
Já sögðu 367 eða 61,99% af greiddum atkvæðum
Nei sögðu 217 eða 36,66% af greiddum atkvæðum
Auðir/ógildir voru 8 eða 1,35% af greiddum atkvæðum.
Samningurinn var því samþykktur með góðum meirihluta atkvæða og eru því sjómenn aftur komnir með kjarasamning en fyrri samningi lauk 2019.
Kosningaþátttaka sjómanna í AFLi var mjög góð eða 75%.