Iðnaðarmenn samþykkja samning
Kosningu Iðnaðarmannadeildar AFLs um nýgerðan kjarasamning lauk á hádegi. Samningurinn var samþykktur með 84,76% greiddra atkvæða. Alls voru á kjörskrá 361 félagi og atkvæði greiddu 105 eða 29,1%. Já sögðu 89 og nei 12 og 4 skiluðu auðu.
Önnur aðildarfélög Samiðnar samþykktu einnig samninginn. Á vegum Samiðnar greiddu 273 atkvæði (39,6% kjörsókn) og þar af sögðu 78,4% já. Hjá FIT var kjörsókn 18,7% og já sögðu 74,10% og hjá Byggiðn var kjörsókn 25,2% og já sögðu 79,9%.
Stuðningurinn við nýgerðan kjarasamning var þannig mestur hjá iðnaðarmönnum í AFLi en kjörsókn var í meðallagi.