Hvað er áunnið við aukin lífeyrisréttindi?
Í umræðu um nýgerðan kjarasamning sjómanna er oft haldið fram að laun lækki við samninginn. Þetta er ósatt og besta falli hálfsannleikur. Hið rétta er að útborguð laun lækka lítillega en á móti kemur veruleg viðbót í lífeyrissparnað. Við reiknuðum hér út hvernig þetta kemur út fyrir sjómann með 24 milljón króna árstekjur.
Af þessari mynd sjáum við að heildarlaun til útborgunar lækka um 274.000 en á sama tíma hækkar framlag í lífeyrissjóð um 808.000 og því er hagur sjómannsins betri sem nemur 561.000 kr á ári. En laun til útborgunar er ekki sama og laun í vasann: Á næstu mynd sjáum að útborguð laun þessa manns – með 24 milljón króna árstekjur lækka um 132.000 eða röskar 10.000 krónur á mánuði.
Þetta skiptir auðvitað máli og því velta menn fyrir sér hvað menn fá fyrir þessar 10.00 krónur. Fyrir það fyrsta þá leggja menn 29,5% meira í lífeyrissjóð en áður – og það þýðir stórkostlega aukin lífeyrisrétt þegar þar að kemur.
En það hangir meira á spýtunni. Sjómenn vinna hættuleg störf og því miður endar sjómennskan stundum með alvarlegu slysi. Þegar menn hafa börn á framfæri og glíma við fasteignaskuldir munar því um hverja krónu í örorkubætur.
Við fengum Stapa lífeyrissjóð til að skoða bætta stöðu sjómanna við 100% örorku samanborið við núverandi kerfi. Við sjáum hér að örorkulífeyrir manna hækkar um frá 22% og upp í 29% við þessa breytingu. Það er rétt að vekja athygli á því að t.d. í tilfelli 25 ára mannsins - hækkar örorkugreiðslur til hans í 951.000 á mánuði og þá upphæð fær hann mánaðarlega framvegis. Þ.e. á fyrsta mánuði á örorkulífeyri fær hann árlega kostnaðinn sinn endurgreiddann og það vel ríflega og svo mánaðarlega eftir það.
Menn geta svo haft samband við Tryggingafélög og kannað hvort álíka tryggingar standi til boða og þá fyrir hvaða verð.