AFL starfsgreinafélag

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum 2023

ES

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.

Hámarksfjárhæð einstakra styrkja er 1 milljón króna. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl en úthlutað er úr sjóðnum 1. maí ár hvert.

Nánari uppýsingar um minningarsjóðinn má finna hér.

Kjarasamningur við ALCOA Fjarðaál samþykktur

Í gærkvöldi var samþykktur kjarasamningur AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við ALCOA Fjarðaál.  Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum sagði:

 

Samtals á kjörskrá Afls og RSÍ voru 401
Samtals greidd atkvæði 277 eða 69,08%
Samtals já 209 eða 75,45%
Samtals nei 64 eða 23,10%
auðir og ógildir 3 eða 1,08%

Aðalfundur iðnaðarmannadeildar AFLs

 Verður haldinn þriðjudaginn 21. mars kl. 17:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði.

 Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Boðið verður upp á fjarfund fyrir þá sem þess óska, tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi fyrir kl.16:00 fundardag. Sendist á aThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Stjórn iðnaðarmannadeildar AFLs

Sjómannasamningar kolféllu

BaturS

 

Talið hefur verið í kosningum um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands við útgerðarmenn. Félagsmenn Sjómannasambandsins felldu samninginn með 67,43% greiddra atkvæða. 31,52% greiddu atkvæði með samningnum en 1,05% sat hjá.  Alls voru 1.200 sjómenn á kjörskrá og greiddu 571 atkvæði og kjörsókn því 47,58.

Sjómannafélag Grindavíkur og VM felldu einnig með svipuðum mun en Skipstjórafélagið samþykkti samninginn með 55% atkvæða.

Framkvæmdastjórn Sjómannasambandsins fundar fljótlega til að ákveða næstu skref - en fátt virðist í stöðunni annað en að hefja undirbúning verkfalla.  Samningar runnu út 2019 og hafa sjómenn verið samningslausir síðan.