AFL starfsgreinafélag

Sjómannasambandið vinnur í félagsdómi!

smabataÍ gær féll dómur í Félagsdómi þar sem úrskurðað var að óheimilt væri að lækka skiptaprósentu á bátum yfir 12 metrum að lengd - þó svo að sérstakur vélstjóri /vélavörður væri um borð.  Ákvæði er í kjarasamningum við Landsamband smábátaeigenda um að ef bætt er vélaverði á báta undir 12 metrum og fjórir eru í áhöfn - er heimilt að lækka skiptaprósentu úr 21,6% í 20,36%.

Útgerðir báta 12 - 15 metra að lengd hafa verið að túlka ákvæðið (sic) þannig að það nái einnig til báta yfir 12 metra að lengd og eftir að Sjómannasambandið freistaði þess að fá Landssamband Smábátaeigenda til að taka undir túlkun sína en án árangurs varð að sækja úrskurð til félagsdóms.

Dómurinn féll í gær og sjómönnum í vil og þannig að túlkun Sjómannasambandsins stendur.  Sjómannadeild AFLs Starfsgreinafélags er aðili að Sjómannasambandi Íslands.

Sjá nánari skýringu á heimasíðu Sjómannasambandsins  sjá dóminn hér

Mynd úr myndasafni AFLs

Stakkholt - ruslageymslunni læst

Sorphirda2

Búið er að læsa ruslageymslunni í Stakkholti þar sem ótímabundið verkfall Eflingar hófst á miðnætti og þar með verkfall sorphirðufólks. Starfsfólk AFLs hefur verið í beinu sambandi við alla sem dvelja í orlofs-og sjúkraíbúðum félagsins og lofa allir sem þar eru að ganga vel um og koma sorpi sjálft á móttökustöðvar sorps.  Lokað hefur verið fyrir nýjar bókanir í húsinu á næstu dögum þar sem ekki er unnt að tryggja að húsið verði enn opið fyrir gesti.  Ef sorp fer að safnast upp á göngum eða í bílageymslu eða á lóð - verður húsinu lokað. AFL styður félagsmenn Eflingar í kjarabaráttu sinni og því verður engin sorplosun frá húsinu á vegum félagsins  á meðan verkfall stendur yfir.

Myndin er úr myndasafni AFLs og er af sorphirðu á Austurlandi.

Verður orlofs-og sjúkraíbúðum í Reykjavík lokað?

SorpgeymslaStakkholt

Útlit er fyrir að loka þurfi orlofs-og sjúkraíbúðum AFLs við Stakkholt í næstu viku þar sem m.a. sorphirðumenn í Reykjavík eru að fara í ótímabundið verkfall.  AFL mun láta tæma sorpílát áður en verkfall hefst en síðan mun það fara algerlega eftir umgengni fólks um sorpgeymslu og magn þess sorps sem safnast þar  -  hvenær húsinu verður síðan lokað.

Eins og fram hefur komið í fréttabréfum félagsins er umgengni félagsmanna um sorpgeymsluna oft til mikillar skammar og ítrekað hafa sorphirðumenn neitað að taka sorp þar sem öllu ægir saman – plasti, pappa og matarleyfum. Það er því ekki á bætandi – að fá geymsluna ekki tæmda eða hafa tök á að tæma hana eftir aðstæðum.

AFL Starfsgreinafélag virðir verkfall Eflingar og styður baráttu láglaunafólks fyrir kjörum sínum, hvar sem er.  Það kemur því ekki til greina að félagið geri aðrar ráðstafanir til að fjarlægja sorp því slíkt væri hreint verkfallsbrot.

Ef félagsmönnum verður leyft að dvelja í húsinu eftir að verkfall hefst – verður það að með því skilyrði að þeir hinir sömu sjái sjálfir um að koma sorpi frá húsinu og skiljið það ekki eftir á göngum eða í bílageymslu.

Búast má við að sorpgeymslu verði læst fljótlega eftir helgi.

Samningur við sveitarfélögin samþykktur

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags samþykktu nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin í rafrænni atkvæðagreiðslu sem staðið hefur yfir síðustu daga.  Alls voru 673 félagsmenn á kjörskrá - þar af greiddu 233 atkvæði eða 34,62%.

Já sögðu 179 - eða 76,82%.  Nei sögðu 41 eða 17,60% en 13 skiluðu auðu ea 5,58%.

Önnur félög starfsgreinasambandsins luku einnig kosningu um helgina og er úrslit svipuð og hjá AFLi.  Kjörsókn SGS í heildina er 32,8% og já sögðu 80,55% að meðaltali þeirra 17 félaga sem greiddu atkvæði um samninginn.

Efling Stéttarfélag í Reykjavík átti ekki aðild að samningnum og á nú í kjaradeilu vegna endurnýjunar á sambærilegum samningi við Reykjavíkurborg.

Hótel Norðurland - Gistimiðar

NorðurlandKeahotel hefur ákveðið að hætta rekstri á Hótel Norðurlandi á Akureyri frá og með 31.03.20 og munu þeir því ekki taka við gistingu með gistimiðum, nema einungis þá sem nú þegar hafa bókað slíka gistingu.

Þar af leiðandi hefur AFL hætt sölu gistimiða fyrir Hotel Norðuland, enn er hægt að versla gistimiða á Kea Hotel - Hafnarstræti 87 – 89 - Akureyri sjá mínar síður vefverslun.

Páskaúthlutun orlofshúsa 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús um páskana á "mínar síður" Staðfestingargjald er kr. 5.000 og er óendurkræft hætti fólk við.  Opið er fyrir umsóknir til 19. febrúar.

.Paskauthlutun2020

Kynning og kosning um nýjan kjarasamning við Sveitarfélögin

Opnað hefur verið fyrir kosninga- og kynningarsíðu um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin þar sem þeir félagsmenn sem eru á kjörskrá geta nálgast nánari kynningarefni um samninginn.

Kynningarsíðan er á www.asa.is "mínar síður“ þegar félagsmaður skráir sig inn birtist eftirfarandi mynd efst á síðunni.kosning2020

Atkvæðagreiðslan er rafræn og er einnig á kynningarsíðunni, hefst fimmtudaginn 23. janúar kl. 10:00 og henni lýkur sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00. Þeir sem þurfa aðstoð geta leitað til næstu skrifstofu með að komast inn á síðuna.

Eftirfarandi kynningarfundur hafa verið skipulagðir:

Hornafjörður -Víkurbraut 4         mánudagur 27. janúar           kl. 17:00

Leikskólinn Bjarkartún                þriðjudagur 28. janúar           kl. 12:00

Leikskólinn Lyngholt                   þriðjudagur 28. janúar           kl. 15:00

Reyðarfjörður –Búðareyri 1        þriðjudagur 28. janúar           kl. 16:30

Leikskólinn Tjarnarskógur          miðvikudagur 29 janúar         kl. 13:00

Vopnafjörður – Lónabraut 4       miðvikudagur 29. janúar        kl. 16:30

Leikskólinn Kæribær                  fimmtudagur 30. janúar         kl. 10:00

Grunnskólinn Fáskrúðsfirði        fimmtudagur 30. janúar         kl. 11:00

Neskaupstaður - Egilsbraut 11   fimmtudagur 30. janúar        kl. 16:30

Grunnskóli Egilsstaða                föstudagur 31. janúar            kl.  9:00

Leikskólinn Dalborg                   föstudagur 31. janúar            kl. 13:00

Leikskólinn Sjónarhóll                mánudaginn 3. febrúar          kl. 8:00

Heppuskóli                                 mánudaginn 3. febrúar          kl. 11:00

Heimaþjónustudeild Höfn           mánudaginn 3. febrúar          kl. 15:00

Grunnskóli Djúpavogs                miðvikudagur 5. febrúar        kl. 10:00

Grunnskóli Reyðarfjarðar           miðvikudagur 5. febrúar         kl. 13:30

Egilsstaðir Miðvangur 2 - 4        fimmtudagur  6. febrúar          kl. 16:30

Seyðisfjörður Silfurhöllin            fimmtudagur  6. febrúar          kl. 16:30

Félagsmenn eru hvatti til að taka afstöðu til samningsins