AFL starfsgreinafélag

Viðhorfskönnun AFLs 2023 er komin af stað

 konnun

Nú stendur yfir skoðanakönnun AFLs Starfsgreinafélags og Einingar Iðju á Akureyri, meðal félagsmanna þessara tveggja verkalýðsfélaga. GAllup á Íslandi framkvæmir könnunina. Bréf til þeirra sem lentu í úrtaki eru að berast til félagsmanna þessa dagana. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt. Niðurstöður könnunarinnar gefa okkur betri mynd af stöðu félagsmanna, viðhorfi þeirra til ýmissa mála og væntinga.

English:

"Now there is a survey being conducted by the AFL's Trade Union and the Labor Union Eining Iðja in Akureyri, among the members of these two labor unions. Gallup in Iceland is conducting the survey. Letters to those who were included in the sample are being delivered to the members these days. We encourage members to participate. The survey results provide us with a better understanding of the members' status, their views on various issues, and expectations."

Polish:

"Teraz prowadzone jest badanie opinii przez Związek Zawodowy AFL oraz Związek Zawodowy Eining Iðja w Akureyri, wśród członków tych dwóch związków zawodowych. Badanie przeprowadza firma Gallup na Islandii. Listy do tych, którzy znaleźli się w próbie, są obecnie dostarczane członkom. Zachęcamy członków do udziału. Wyniki badania pozwolą nam lepiej zrozumieć sytuację członków, ich opinie na różne tematy i oczekiwania."

Lithuanian: "Šiuo metu atliekamas apklausos tyrimas AFL Profesinių Sąjungų ir Eining Iðja Darbo Sąjungos narių Akureyri mieste. Šį tyrimą atlieka Islandijoje įsikūrusi įmonė „Gallup“. Laiškai tiems, kurie buvo įtraukti į imtį, šiais dienomis pristatomi sąjungos nariams. Raginame narius dalyvauti. Apklausos rezultatai suteiks mums geresnį supratimą apie narių padėtį, jų nuomonę apie įvairias problemas ir lūkesčius."

Czech: "Nyní probíhá průzkum provedený odborovým svazem AFL a odborovým svazem Eining Iðja v Akureyri mezi členy těchto dvou odborových svazů. Průzkum provádí společnost Gallup na Islandu. Dopisy těm, kteří byli zahrnuti do vzorku, jsou v těchto dnech doručovány členům. Vyzýváme členy k účasti. Výsledky průzkumu nám poskytují lepší představu o postavení členů, jejich názorech na různé otázky a očekávání."

Romanian: "În prezent se desfășoară un sondaj realizat de Sindicatul AFL și Sindicatul Muncii Eining Iðja din Akureyri, printre membrii acestor două sindicate. Gallup în Islanda efectuează sondajul. Scrisori către cei care au fost incluși în eșantion sunt livrate membrilor în aceste zile. Încurajăm membrii să participe. Rezultatele sondajului ne oferă o mai bună înțelegere a situației membrilor, a opiniilor acestora cu privire la diverse aspecte și a așteptărilor."

Croatian: "Sada se provodi istraživanje od strane Sindikata AFL i Sindikata rada Eining Iðja u Akureyriju, među članovima ovih dva sindikata. Gallup na Islandu provodi istraživanje. Pisma osobama koje su bile uključene u uzorak dostavljaju se članovima ovih dana. Potičemo članove da sudjeluju. Rezultati istraživanja pružaju nam bolje razumijevanje statusa članova, njihovih stavova o različitim pitanjima i očekivanja."

Spanish: "Actualmente se está llevando a cabo una encuesta por parte del Sindicato AFL y el Sindicato Laboral Eining Iðja en Akureyri, entre los miembros de estos dos sindicatos. Gallup en Islandia está realizando la encuesta. Se están enviando cartas a aquellos que fueron incluidos en la muestra a los miembros en estos días. Animamos a los miembros a participar. Los resultados de la encuesta nos proporcionan una mejor comprensión de la situación de los miembros, sus opiniones sobre diversos temas y expectativas."

Latvian: "Tagad notiek aptauja, ko veic AFL arodbiedrība un darba arodbiedrība Eining Iðja Akureyri, starp šo divu arodbiedrību biedriem. Islandē aptauju veic Gallup. Vēstules tiem, kas tika iekļauti izlases grupā, šajos dienos tiek nosūtītas biedriem. Mēs mudinām biedrus piedalīties. Aptaujas rezultāti mums sniedz labāku izpratni par biedru stāvokli, viņu viedokļiem par dažādiem jautājumiem un cerībām."

Russian: "Сейчас проводится исследование среди членов Профсоюза AFL и Профсоюза труда Eining Iðja в Акурейри. Исследование проводит компания Gallup в Исландии. Письма тем, кто был включен в выборку, в настоящее время доставляются членам. Мы призываем членов участвовать. Результаты исследования позволяют нам лучше понять положение членов, их мнения по различным вопросам и ожидания."

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Russian: "Сейчас проводится исследование среди членов Профсоюза AFL и Профсоюза труда Eining Iðja в Акурейри. Исследование проводит компания Gallup в Исландии. Письма тем, кто был включен в выборку, в настоящее время доставляются членам. Мы призываем членов участвовать. Результаты исследования позволяют нам лучше понять положение членов, их мнения по различным вопросам и ожидания."

Um helmingur launakrafna er vegna erlendra félagsmanna

Vinnumarkadur

Alþýðusamband Íslands birtir í dag skýrslu um ástand á vinnumarkaði með sérstakri áherslu á innflytjendur og aðstæður þeirra.  Í skýrslunni kemur fram að um helmingur launakrafna er aðildarfélög ASÍ gera fyrir hönd félagsmanna er vegna erlendra félagsmanna sem þó eru ekki nema um 20% vinnumarkaðarins.  Rösklega helmingur innflytjenda segist í könnun, hafa orðið fyrir vinnumarkaðsbrotum síðustu 12 mánuði.  Frekar er brotið á ungu fólki en eldra.  Hægt er að nálgast skýrsluna á vef Alþýðusambandsins - www.asi.is.

Þó ofangreind tala - þ.e. um helmingur launakrafna sé vegna erlends launafólks - gildi fyrir Alþýðusambandsfélögin í heild er hlutfallið mun hærra hjá t.d. AFLi.  Án þess að við höfum tekið saman nákvæma tölfræði um þessi brot á félagssvæði AFLs er það tilfinning starfsmanna félagsins að stærstur hluti "launaleiðréttinga" sem félagið hefur milligöngu um fyrir sína félagsmenn sé fyrir ungt erlent launafólk sem starfar í ferðaþjónustu og hótel og veitingageiranum.

Þessi mál eru ekki alltaf stór og viðamikil - oft er nóg að hafa samband við launagreiðanda og útskýra reglur um vaktavinnu eða fara yfir tímaskýrslur og launaseðla og senda erindi með ósk um leiðréttingar.  Önnur mál verða stærri og enda jafnvel fyrir dómstólum.

Það er verulegt hagsmunamál fyrir allt launafólk - innlent sem erlent, að launagreiðendur komist ekki upp með launaþjófnað.  Skipulegur launaþjófnaður - hvort heldur stór eða lítill - er í raun félagsleg undirboð sem hafa langtímaáhrif til lækkunar kjara allra í viðkomandi atvinnugreinum.  Það er því mikilvægt fyrir launafólk að hafa vakandi auga á sínum vinnustað og láta vita af misferli og beina launafólki sem verið er að brjóta á  - til félagsins.  Senda má erindi til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við lesum íslensku, norðurlandamál (nema finnsku), ensku, pólsku og serbnesku/króatísku.  Auk þess getum við staulast fram úr öðrum tungumálum með aðstoð gervigreindar.

 

Samningur við sveitarfélögin samþykktur

Sveitaf nidurst

Í morgun lauk atkvæðagreiðslu um nýlega gerðan skammtímasamning við sveitarfélögin sem gildir út mars á næsta ári.

Atkvæðagreiðslan var sameiginleg meðal allra 18 félaga Starfsgreinasambandsins sem að samningum stóðu og stóð hún yfir frá 14. til 26. september. Á kjörskrá voru 5.950 manns og var kjörsókn 14,62%. Já sögðu 684 eða 78,62%. Nei sögðu 144 eða 16,55%. 4,83% tóku ekki afstöðu. Sjá samninginn og viðbæturnar hér - Einnig aðgengilegur hér 76-fundur samstarfsnefnd SGS frá 13 sept. 2023

Starfsdagur starfsmanna grunnskólanna

IMG 3124

Starfsdagur starfsmanna grunnskóla á félagssvæði AFLs stendur nú yfir á Reyðarfirði.  50 - 60 starfsmenn grunnskólanna - allt frá Hornafirði til Vopnafjarðar eru mættir á þennan atburð. Vönduð dagskrá er fram eftir degi en honum líkur svo með kvöldverði áður en fólk heldur til síns heima- sumt hvert um langan veg. 

Kjarasamningur við samband íslenskra sveitarfélaga undirritaður

Í hádeginu í dag var gengið frá kjarasamningi aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við sveitarfélögin. AFL er aðili að samningum sem gildir frá 1. október n.k. til 31 mars 2024

Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslumeðal félagsmanna sem taka kjör eftir honum.

Áfall fyrir Seyðisfjörð

Í dag kynnti Síldarvinnslan áform um lokun á bolfiskvinnslu á Seyðisfirði en í dag starfa um 30 starfsmenn við vinnsluna.  Þar með er líklegt að "frystihúsarekstur" á Seyðisfirði leggist af eftir áratuga samfellda sögu.

Fiskimjölsverksmiðja SVN verður áfram rekin á Seyðisfirði og togarinn Gullver gerðu út - þó að landanir flytjist eflaust annað.

AFL Starfsgreinafélag mun boða fund með starfsfólki á næstu dögum.  Það er lítið sem félagið eða aðrir aðilar geta gert til að hafa áhrif á þessa ákvörðun SVN en félagið mun heyra í starfsfólki og kanna hvort unnt verður að aðstoða það í kjölfar þessarar ákvörðunar.

AFL hefur verið í sambandi við Vinnumálastofnun á Austurlandi vegna þessarar fréttar og munu þessir aðilar stilla saman strengi hvað varðar ráðgjöf og aðra aðstoð sem félagsmönnum stendur til boða.