Kjarasamningur SGS við ríkið samþykktur
Kjarasamningur SGS við ríkið, sem undirritaður var 15. júní sl., hefur verið samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Atkvæðagreiðslan stóð yfir dagana 16.-21. júní. Á kjörskrá voru 1.418 manns og af þeim kusu 344. Kjörsókn var því 24,26%. Já sögðu 318 (92,44%), nei sögðu 16 (4,65%) og 10 (2,91%) tóku ekki afstöðu.