AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL lánar Rauða Krossinum hús v. rýmingar í Grindavík

AFL Starfsgreinafélag afhenti Rauða Krossinum eitt orlofshús í Ölfusborgum í gær - til afnota vegna rýmingar í Grindavík. Verið er að kanna möguleika á að lána fleiri orlofshús um eða eftir áramót en orlofseignir félagsins á Suðurlandi og í Reykjavík eru allar fullbókaðar fram í janúar.

Aðstæður félagsmanna AFLs eru ólíkar félagsmönnum margra annarra stéttarfélaga hvað varðar notkun orlofseigna félagsins á höfuðborgarsvæðinu.  Sérhæfð heilbrigðisþjónusta er að miklu leyti aðeins í Reykjavík og félagsmenn AFLs geta ekki "skotist" til læknis eða í lyfjameðferð og svo heim aftur.  Í skammdeginu í nóvember eru félagsmenn okkar almennt ekki að skreppa í skemmtiferðir til höfuðstaðarins heldur eru að sinna mikilvægum erindum.

Á hverjum tíma eru venjulega 2-4 verðandi mæður í "áhættumeðgöngu" í íbúðum okkar í Reykjavík.  Einnig eru oftast einhverjir krabbameinssjúklingar sem eru í geislameðferð og aðrir með króníska eða langvarandi sjúkdóma sem sækja meðferð á Landsspítalann.  

Það er því ekki auðvelt að rýma orlofseignir okkar vegna þessa ástands og myndi setja félagsmenn AFLs í veruleg vandræði vegna m.a. ofangreindra atriða. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi