Opið fyrir umsóknir um páska
Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum AFLs og íbúðum um páskana. Dregið verður úr umsóknum um dvöl í orlofshúsum AFLs en í íbúðir félagsins í Reykjavík og á Akureyri gildir "fyrstur kemur fyrstur fær. Staðfestingagjald bókunar er kr. 5.000 og er það ekki endurgreitt falli félagi síðan frá bókun.
Eindagi fullnaðargreiðslu er 15. mars. Leigutímabil bæði orlofshúsa og íbúða er 16. - 23. apríl. Hægt er að bóka íbúðir beint á mínum síðum AFLs eða sækja um dvöl í orlofshúsi.