AFL starfsgreinafélag

Kjaramál

Sælir - eins og fram hefur komið í fréttum hefur slitnað upp úr viðræðum Sjómannasambandins og SFS.  Við vísuðum deilunni í vor til sáttasemjara í von um að hann kæmi einhverri hreyfingu á málin og ég hefði viljað að við værum komin lengra núna - svona rétt fyrir kosningar.  Ég sé ekki annað en að við förum að ræða verkfall á næstu vikum.  Hér að neðan er minnisblað frá SSÍ um gang mála og stöðuna núna.

Minnisblað af vettvangi samningamála.

Allan tíman í viðræðunum við SFS hefur strandað á auknu mótframlagi útgerðarinnar í lífeyrissjóði sjómanna, þ.e. 3,5% mótframlaginu sem almenni vinnumarkaðurinn fékk.

Útgerðarmenn hafa viljað fá kostnaðaraukann af auknu mótframlagi í lífeyrissjóð bættan að fullu með eftirgjöf á öðrum þáttum. Í því sambandi hafa þeir nefnt aukna þátttöku sjómanna í slysatryggingunni, þátttöku sjómanna í veiðileyfagjaldinu á útgerðina, lækkun skiptaverðmætisins til sjómanna, lækkun bóta slysatryggingarinnar þegar dlys er metið undir 15% örorku og síðast en ekki síst hafa þeir viljað búa til nýja reglu um nýsmíðaákvæði sem færði þeim ávinning frá því sem nú er.

Öllum þessum kröfum útgerðarinnar um auknar álögur á sjómenn fyrir lífeyrissjóðinn hefur ítrekað verið hafnað.

Þann 1. júlí síðastliðinn lögðu öll samtök sjómanna fram sameiginlega tillögu til SFS um lausn deilunnar um endurnýjun kjarasamninga. Eins og menn muna voru ekki allir sáttir við að þetta hafi verið gert, en hugmyndi var að setja fram gulrót fyrir SFS til að ganga til samninga. Í tölælögum sjómanna fólst:

1. Að kauptryggingin og aðrir kaupliðir hækkuðu í takt við það sem samið var um á almenna markaðnum í kjarasamningunum 2019. Frá 1. nóvember 2022 tæki kauptryggingin og  kaupliðirnir sömu breytingum og á sömu dagsetningum og samið verði um að laun á almenna markaðnum hækki.

2. Að skiptaverðmætishlutfallið yrði fest í 71% og olíuviðmiðið færi út.

3. Að mótframlag útgerðarinnar í lífeyrissjóð hækki um 3,5% stig, fari úr 8% í 11%.

4. Stærðarviðmiði í kjarasamningi yrði breytt úr brúttórúmlestum í skráningarlengd í metrum.

5. Gengið verði frá stöðluðu samningseyðublaði um fiskverð á uppsjávarveiðiskipum, upplýsingagjöf til Verðlagsstofu yrði bætt, m.a. vegna frystiskipa og nokkur önnur smærri atriðu yrðu lagfærð í núgildandi kjarasamningi.

6. Með framangreindum breytingum framlengdust samningar aðila til 31. desember 2026, þ.e. boðið var upp á rúmlega 5 ára samning gegn framangreindu.

SFS höfnuðu þessum hugmyndum sjómanna á fundi þann 12. júlí síðastliðinn og lögðu fram nýja tillögu og lögðu til að skiptaverð yrði fest í 70%, nýsmíðaákvæði kæmi inn í breyttri mynd útgerðinni til hagsbóta og að sjómenn greiddu 1/3 af kostnaði vegna slysatryggingarinnar.

Á fundi hjá sáttasemjara þann 20. júlí sl. var plagginu frá SFS frá 12. júlí hafnað. Jafnframt var skýrt tekið fram að þar sem sameiginlegum kröfum sjómanna var hafnað væru viðræðurnar komnar í fyrra horf, þ.e. að SSÍ færi sér með sín mál í samstarfi við FS, en VM, SÍ og SVG væru utan þeirra viðræðna.

Í lok þess fundar ákvað sáttasemjari að boða til næsta fundar þann 10. ágúst síðastliðinn. Á þeim fundi virtist vera áhugi hjá SFS á að klára málin á grundvelli sameiginlega tilboðs Samtaka sjómanna. Þó virtist ekki eining innan útgerðarhópsins um málið. Funur var boðaður þann 16. ágúst með öllum samtökum sjómanna og settir af stað vinnuhópar til að undirbúa samningagerðina. Vinnuhópur um stærðarmörk í kjarasamningi var endurvakinn, settur var á vinnuhópur um upplýsingar til VSS og staðlaða verðsamninga fyrir uppsjávarskipin þar sem verð til sjómanna væri hlutfall af afurðaverði. Einnig var settur vinnuhópur í að skoða slysatrygginguna og kostnað vegna slysa þar sem örorka væri metin undir 15%.

Á fundi þann 27. ágúst gerðu hóparnir grein fyrir störfum sínum. Vinnuhópurinn um staðlaða verðsamninga á uppsjávarskipunum og upplýsingagjöf til VSS höfðu ekki lokið störfum en vinnan var langt komin. Hópurinn um stærðarmörk fiskiskipa var búinn með sitt verk og á bara eftir að taka ákvarðanir til að ljúka því máli milli aðila. Varðandi slysatrygginguna hafa sjómenn að hreyfa við því máli og stendur það því allt fast, en eins og áður er það krafa útgerðarmanna að fá kostnað vegna aukins lífeyrisréttar greiddan að fullu með einhverjum hætti. Í kjölfar þessa fundar boðaði sáttasemjari þröngan hóp til fundar frá hvorum aðila til að reyna að finna flöt á lausn. Fundur var haldinn í hópnum í gær (30. ágúst) og reyndu útgerðarmenn að fá sjómenn til að samþykkja að gefa eftir varðandi örorkuna, ræddu um nýtt nýsmíðaákvæði o.þ.h. Öllum hugmyndum útgerðarinnar var hafnað. Annar fundur í þessum þrönga hópi verður á morgun (31. ágúst).

Ef útgerðarmenn hætta ekki tilraunum sínum til að ná kostnaði á móti lífeyrissjóðnum af sjómönnum er líklegt að upp úr slitni á fundinum á morgun. Þannig er staðan á þessari stundu.

Sjómenn eru tilbúnir til að festa skiptaverðið í 70% og lenga samningstímann í 6 ár gegn lífeyrissjóðnum, að því gefnu að kauptrygging og kaupliðir taki sömu breytingum og á almenna vinnumarkaðnum. Hins vegar eru sjómenn ekki tilbúnir að taka á sig kostna vegna slysatrygginga, skerða örorku undir 15% eða að taka upp nýtt nýsmíðaákvæði fyrir lífeyrissjóðinn. Næstu dagar skera úr um hvort verði samið eða hvort deilan fer í einhvern annan farveg.