Styrkir
Til að félagsmaður eigi rétt á styrk úr sjóðnum, þarf atvinnurekandi að hafa greitt 1% iðgjald af launum hans til sjóðsins í a.m.k. 10 vikur. Full réttindi ávinnast á sex mánuðum. Félagsmenn eiga hlutfallslegan rétt frá tíundu viku þar til fullum rétti er náð. Lámarksgreiðsla þarf þó að hafa náð 16.000 kr. til að fullur réttur myndist.
Hægt er að sækja um styrk á mínum síðum. Umsókninni þarf ávallt að fylgja löggild greiðslukvittun, auk annarra upplýsinga, þar sem það á við.
Hægt er að sækja um styrki til:
- Heilsueflingar: Félagið greiðir 25% af kostnaði þó ekki hærri upphæð en 15.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Umsókninni þarf að fylgja löggild greiðslukvittun.
- Heyrnatækjakaupa: Greitt er 50% af kostnaði þó ekki hærri upphæð en 150.000 kr. á 36 mánaða fresti.
- Sjúkraþjálfunar/Sjúkranudds/ Kírópraktor: Greitt er 50% af kostnaði, allt að 30 tímar á 12 mánaða tímabili. Tilvísun frá lækni þarf að fylgja umsókn.
- Sjúkraþjálfunar barna: Greitt er 50% af kostnaði, allt að 30 tímar á 12 mánaða tímabili. Tilvísun frá lækni þarf að fylgja umsókn.
- Hjartaverndar: Greitt er 50% af kostnaði þó ekki hærri upphæð en 15.000 kr. á 12 mánaða tímabili.
- Krabbameinsskoðunar: Greitt er grunngjald krabbameinsleitar. Auk þess viðbótarskoðun þó að hámarki 15.000 kr.
- Ferðakostnaðar vegna læknisþjónustu: Hafi félagsmaður fengið synjun um greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands greiðir félagið 100% samkvæmt farseðlum og/eða kílómetragjald samkvæmt reglum Sjúkratryggingar Íslands. Með umsókn þarf að fylgja: Vottorð um að nauðsynlega ferð, staðfestingu á komu til læknis þurfa, synjun, farseðlar og/eða bensín/olíu-nótur. Hámark 6 ferðir á 12 mánaða tímabili.
- Ferðakostnaðar vegna læknisþjónustu barns: Hafi félagsmaður fengið synjun um greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands greiðir félagið 50% vegna ferðar með barn sé annað foreldri í félaginu og 100% séu báðir foreldrar félagsmenn. Greitt er samkvæmt farseðlum í almennu áætlunarflugi og/eða kílómetragjald samkvæmt reglum Sjúkratryggingar Íslands. Með umsókn þarf að fylgja: Vottorð um að nauðsynlega ferð, staðfestingu á komu til læknis þurfa, synjun, farseðlar og/eða bensín/olíu-nótur. Hámark 6 ferðir á 12 mánaða tímabili.
- Gleraugnakaupa: Greitt er 50% af glerjum, einu sinni á 24 mánaða tímabili.
- Gleraugnakaupa barns: Greitt er 50% af glerjum, einu sinn á 24 mánaða tímabili.
- Laseraðgerðar/Augnsteinaskipti: Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 75.000 kr. fyrir hvort auga, samtals 150.000 kr.
- Tæknifrjóvgunar: Greitt er 50% af kostnaði þó ekki hærri upphæð en 200.000 kr.
- Barneignarstyrkur: Að upphæð kr. 150.000. Vegna fæðingar barns/barna og vegna ættleiðingar barns/barna 12 ára og yngri. Við andavana fæðingar og fósturlát ef fóstur er 18 vikna eða eldra – greiðist hálfur barneignarstyrkur. Með umsókninni þarf að fylgja fæðingarvottorð barns/barna úr þjóskrá
-
Sálfræðiþjónusta: Greitt er 50% kostnaðarhlutdeild félagsmanns, allt að 6 viðtölum á 24 mánaða tímabili, þó ekki hærri upphæð í heildina en kr. 66.000. Meðferðaraðili skal vera sálfræðingur sem hlotið hefur starfsleyfi Landlæknisembættisins. (gildir frá 1.5.2017)
Samkvæmt. 13. gr. Styrkir, Reglugerð sjúkrasjóðs