AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Dvalarstyrkur vegna fæðingar barns fjarri heimabyggð

Faeding Styrkur

Dvalarstyrkur er fjárstyrkur til barnshafandi foreldris sem er nauðsynlegt að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barns, svo sem vegna fjarlægðar, færðar, óveðurs, verkfalls eða áhættumeðgöngu. Styrkurinn er greiddur eftir á.

Skilyrði dvalarstyrks:

  • Réttur til dvalarstyrks er bundinn við barnshafandi foreldri sem á rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk.
  • Heimilt er að greiða dvalarkostnað barnshafandi foreldris fjarri heimili 14 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu
  • Ef um fjölburameðgöngu er að ræða er heimilt að byrja að greiða dvalarkostnað 28 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu
  • Ekki er greiddur dvalarstyrkur þann tíma sem barnshafandi foreldri dvelur á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun.

Greiðsla dvalarstyrks er innt af hendi eftir fæðingardag barns. Réttur til styrks fellur niður sex mánuðum eftir fæðingardag barns hafi umsókn ekki borist Vinnumálastofnun fyrir þann tíma.

Greiðslufjárhæð:

  • Fjárhæð styrks miðast við sömu reglur og gilda um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands, gisting í einn sólahring er 20.400. 
  • Dregin staðgreiðsla af dvalarstyrknum. Hægt er að nýta persónuafslátt. 

Upplýsingar og umsóknir hér, sérstakt vottorð frá lækni eða ljósmóður þarf að fylgja umsókninni.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi