AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verkfallsboðun samþykk með miklum atkvæðamun

Skjámynd 2024 09 24 161733

Starfsmenn Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem eru í AFLi Starfsgreinafélagi samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta.  Alls greiddu rösk 85% atkvæði með verkfallsboðun,  rúmlega11% sögðu nei en 2,6 % rösk skiluðu auðu.  Kjörsókn var ásættanleg eða 62% og á kjörskrá voru 124 félagsmenn.

Að óbreyttu hefst því verkfall félagsmanna AFLs hjá sveitarfélaginu 2. oktober nk. kl. 11:00.  Verkfallið er ótímabundið og nær til nánast allra stofnana bæjarins. 

Þetta er mjög afgerandi niðurstaða  og þá sérstaklega í ljósi þeirra fundarferðar sem bæjarstjóri og aðrir stjórnendu bæjarins hafa staðið í á síðustu dögum en  margir starfsmenn hafa upplifað fundina  sem hótanir um atvinnumissi og kjaraskerðingu.  Bæjarstjóri hefur mótmælt því og segist hafa verið að upplýsa starfsfólk um stöðuna.  Engu að síður hafa starfsmenn bæjarins sem hafa verið í sambandi við félagið - upplifað þessa fundi eins og áður segir.

Hjördís Þóra, formaður AFLs, segist mjög ánægð með þessa niðurstöðu og sérstaklega í ljósi þeirra funda sem stjórnendur hafa haldið og upplifun starfsmanna af þeim.  "Félagsmenn okkar hafa ákveðið að standa með sjálfum sér og félaginu sem er að semja um kjörin."

Viðræður fóru í gang á föstudag en bæjaryfirvöld hafa ekki verið til viðræðu fyrr en eftir að atkvæðagreiðslan fór í gang.  Hjördís segist vonast til þess að það takist að loka málinu í vikunni og það sé gott að finna samstöðu í félagsmönnum í þeirri lokahrinu.

Takist samningar ekki hefst verkfall á miðvikudag í næstu viku.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi