AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Samninganefnd kosin

Á fundi trúnaðarráðs AFLs í kvöld var samninganefnd félagsins kosin og jafnframt formaður kjörnefndar, Kristinn Árnason, Egilsstöðum, en kjörnefnd hefur yfirumsjón með atkvæðagreiðslum um kjarasamninga og verkfallsboðanir. Þá framseldi fundur samninganefndar, sem haldinn var í kjölfar fundar trúnaðarráðs,  umboð til gerðar viðræðuáætlana til viðeigandi landssambanda, þ.e. Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands en fól stofnfundi Iðnaðarmannadeildar AFLs, nk. laugardag að ráðstafa umboði v. iðnaðarmanna. Yfir 40 fulltrúar í trúnaðarráði sóttu fundinn, sem haldinn var á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, og var Gylfi Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, gestur fundarins og kynnti hugmyndir að breytingum á veikindarétti og skipulagsbreytingar á sjúkrasjóðum og örorkutryggingum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi