AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Svört vinna skekkir samkeppnisstöðu

AFL hefur borist ábending um veitingastað á félagssvæði sem er rekinn með vinnuafli 5 erlendra stúlkna er vinni 6 - 7 klst. hver daglega, 7 daga vikunnar og þiggja fyrir það um 80.000 kr. mánaðarlaun auk fæðis og húsnæðis. Starfsfólkið er skráð sem ferðamenn og greiða ekki skatta.

Continue Reading

Nýr samningur við Vegagerðina

Starfsgreinasamband Íslands hefur gengið frá nýjum stofnanasamningi við Vegagerðina og tekur samningurinn gildi frá 1. júlí sl. Samkvæmt samningnum geta starfsmenn hækkað um 1 - 3 launaflokka eða grunnraðast í launaflokka 9 - 14 en röðuðust áður í 7 - 10. Grunnröðun til viðbótar geta komið allt að fimm launaflokkar, eftir starfsreynslu og menntun. Sjá samninginn í heild  vegagerðin_2008

Samningur um ákvæðisvinnu við línu og net.

Starfsgreinasambandið hefur, fyrir hönd aðildarfélagarfélaganna,  gengið frá samningi við Landssamband smábátaeigenda um beitningu, uppstokkun og aðra  línuvinnu svo og vinnu við netaafskurð og fellingu neta.  Jafnframt eru inni í samningum ákvæði um fellingu grásleppuneta.

Continue Reading

Skrifstofur AFLs verða lokaðar vegna sumarorlofs starfsmanna sem hér segir:

 Seyðisfjörður   frá 14. júlí    til 21. júlí
 Vopnafjörður   frá 14. júlí    til  5. ágúst
 Eskifjörður    frá 29. júlí    til 18. ágúst
 Norðfjörður    frá  8. júlí    til 23. júlí
 Hægt er að hafa samband við aðrar skrifstofur AFLs í síma 4700300

Vinnuskólar / unglingavinna: Bestu launin fyrir vestan

Í lauslegri könnun sem stéttarfélögin hafa verið að vinna á launakjörum í vinnuskólum víða um land kemur í ljós að launakjör 16 ára unglinga eru best á Suðurfjörðum Vestfjarða, Vesturbyggð og Tálknafirði eða 735 kr á tímann. Fast á hælana er síðan Grýtubakkahreppur við Eyjafjörð með 732 og síðan Fjarðabyggð með 705 kr  og Ísafjörður og Súðavík með 702 kr. á tímann.

Continue Reading

Vinnuskólar sveitarfélaga.

Gerð hefur verið lausleg könnun á þeim launum sem 14, 15 og 16 ára börn og unglingar fá fyrir vinnuframlag sitt hjá sveitafélögum. Fram kemur að umtalsverður munur virðist vera þar á og  ekki virðast vera sömu viðmiðanir þegar þessi laun eru reiknuð.

Continue Reading

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi