AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sterkari saman - 1. maí ávarp AFLs Starfsgreinafélags

1maiDjupiv

Á Íslandi er í dag mikil velmegun. Glæsibílar seljast sem aldrei fyrr og flugfélög og ferðaskrifstofur anna varla eftirspurn. Krónan er sterk og kaupmáttur góður. Þetta er veruleikinn og af hverju segjum við ekki hlutina eins og þeir eru?

En það er galli á.

Continue Reading

1. maí 2018

FyrstiMai

Vopnafirði
Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.14:00. Kaffiveitingar.  Tónlistaratriði Ræðumaður:  Kristján Eggert Guðjónsson

Continue Reading

Nýjung á sjóðfélagayfirlitum

Stapi lífeyrissjóður sendir út sjóðfélagayfirlit fyrir lok aprílmánaðar. Vegna breytinga á mótframlagi launagreiðenda hefur sjóðurinn breytt lítillega útliti yfirlitanna. Breytingin felst í því að nú er hægt að sjá hlutfallstölu iðgjalds og mótframlags fyrir aftan nafn launagreiðanda. 



Ensk þýðing á grunntexta sjóðfélagayfirlita er aðgengileg á heimasíðu sjóðsins.

Aðalfundur AFLs 2018 samþykkir verulega hækkun sjúkradagpeninga

adalf2018

Á aðalfundi AFLs sl. laugardag var samþykkt að hækka hlutfall sjúkradagpeninga af viðmiðunarlaunum í 85% og síðan 90% um næstu áramót. Jafnframt að hámarksupphæð dagpeninga að viðbættum sjúkradagpeningum TR gætu orðið 900.000 á mánuði.

Fundinn, sem haldinn var á Hótel Héraði á Egilsstöðum, sóttu um 50 félagsmenn eða heldur færri en síðustu ár. Ekki bárust önnur framboð til stjórnar en tillaga uppstillinganefndar og var hún því sjálfkjörin.  Kosið var um 3 meðstjórnendur en á næsta ári verður kosið um formann og þrjá meðstjórnendur.

Sjóðir félagsins komu allir út með lítilsháttar afgang nema verkfallssjóður.

Fréttabréf

Yfirlitunum fylgir fréttabréf þar sem meðal annars er fjallað um nýtt fyrirkomulag sjóðfélagalána, hækkun mótframlags, hálfan lífeyri og kosti séreignar auk þess sem sjóðfélagar eru hvattir til að fara vel yfir yfirlit og ganga úr skugga um að mótframlag sé rétt. Ef sjóðfélagar eru óvissir hvert mótframlag á að vera er þeim bent á að hafa samband við viðkomandi stéttarfélag. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi