AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur sjómannadeildar 28. desember 2012

thumb_hornarfjardarhofnAðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn að Búðareyri 1 Reyðarfirði föstudaginn 28. desember 2012 kl. 14:00
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns um liðið starfsár
2. Kjaramál
3. Þing Sjómannasambandsins
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál
AFL Starfsgreinafélag
Sjómannadeild

Continue Reading

Viðleitni starfsfólks AFLs skilar árangri

jonusta_afl_2012Samkvæmt könnun Capacent Gallup á viðhorfi félagsmanna AFLs til ýmissa þátta eru félagsmenn almennt sáttir við þjónustu félagsins. Athygli vekur að hópur "hvorki né" hefur minnkað en ánægðir og mjög ánægðir eru fleiri en í fyrra. Óánægðir eru svipað hlutfall og í fyrra.

 

Continue Reading

Nýr orlofsvefur

Unnið er að uppsetningu að nýjum orlofsvef AFLs Starfsgreinafélag. AN Lausnir á Egilsstöðum vinna verkefnið. Í dag hefur verið unnið að prófunum á kerfinu og nú er verið að lagfæra villur sem í ljós komu við prófanir.


Stefnt er að því að vefurinn fari í loftið strax á mánudag og geta félagsmenn þá skoðað framboð á orlofskostum, bókað íbúðir og greitt fyrir á netinu auk þess sem félagsskírteini félagsmanna virkjast þá sem lykill að viðeigandi orlofseign.


Orlofsvefurinn byggir m.a. á því að félagakerfi AFLs þekki farsímanúmer og netföng félagsmanna og er því félagsmönnum sem ekki hafa fengið fjölpóst frá AFLi á síðustu mánuðum bent á að senda tölvupóst með upplýsingum um farsímanúmer og netfang auk kennitölu félagsmanns á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi