AFL starfsgreinafélag

Greitt skal fyrir aukna starfsskyldur

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi frá 3.11 sl. (HRD 390/2010) að atvinnurekanda, sem hyggst auka við starfsskyldur starfsmanns, beri annað af
tvennu að gera það með því að eiga frumkvæði að breytingum á ráðningarsamningi eða tilkynna það skriflega eins og kjarasamningar áskilja. Þar sem hann gerði hvorugt öðlaðist starfsmaðurinn rétt til aukagreiðslna vegna hinna nýju starfsskyldna. Í málinu var einnig deilt um það hvort starfsmaðurinn ætti rétt á
greiðslu bifreiðastyrks á uppsagnarfresti þar sem ekki var krafist vinnuframlags hans og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að svo væri. Sjá dóminn