AFL starfsgreinafélag

Keðjuábygð verktaka. Hrakvinna

Peningaros

Hvað er hrakvinna?

„Hrakvinna“ er nýyrði sem Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, kynni á formannafundinum. Hrakvinna er þýðing á enska hugtakinu „precarious work“ en það er vinna við ótrygg ráðningarkjör og við óásættanlegar aðstæður. Ótrygg ráðningarkjör geta verið t.d. endurteknar tímabundnar ráðningar, hvers kyns skammtímaráðningar og/ eða svokallaðar starfsþjálfunarsamningar. Einnig vinna þar sem að- búnaður og öryggi er ekki samkvæmt reglum.

Hvað er keðjuábyrgð?

Keðjuábyrgð er svipuð og hefur t.d. gilt á virkjanasvæðum eins og við Kárahnjúka. Þar bar Landsvirkjun endanlega ábyrgð á því að greitt væri samkvæmt kjarasamningum og bar endanlega ábyrgð á aðbúnaði og öryggi. Þetta þýðir með öðrum orðum að aðilar geti ekki komið sér hjá ábyrgð á starfsmönnum með því einu að nota undirverktaka og starfsmannaleigur og kenna þeim svo um það sem aflaga fer – heldur væri aðalverktaki verks alltaf endanlega ábyrgur.