AFL starfsgreinafélag

Matvinnungar í ferðaþjónstu

Ungur maður sem sótti um vinnu hjá taldstæði í nágrenni Reykjavíkur fékk svar frá fyrirtækinu þess eðlis að fyrirtækið greiddi ekki laun - en væri einungis með sjálfboðaliða í vinnu sem fengju fæði og húsnæði fyrir ca. 5 tíma vinnu á dag.

Hér er augljóslega verið að brjóta alla kjarasamninga - enda á annað hundrað ár síðan fólk hætti að vera matvinnungar og lítið meira.  AFL hefur sent Eflingu í Reykjavík upplýsingar um þetta mál og ennfremur mun félagið senda embætti Ríkisskattstjóra upplýsingar enda líklegt að þessi vinna og endurgjald fyrir hana fari allt fram frekar óformlega.  Þetta er enn eitt dæmi um hemjulitla græðgi í atvinnulífinu þar sem hraunað er yfir kjarasamninga og lögbundna skatta og skyldur.

AFL Starfsgreinafélag hefur síðustu mánuði eytt talsverðu púðri í að fjalla um sjálfboðaliða á vinnumarkaði m.a. með auglýsingum sem einungis birtast á erlendum vefmiðlum og er beint að ungu fólki. Við höfum í kjölfarið fengið hundruði erinda og fyrirspurna  - og einni ábendingar og er þetta sú síðasta.