Umfjöllun ASÍ um frestun samninga
Frétt á vef Alþýðusambands Íslands um frestun endurskoðunar kjarasamninga - og vísanir í helstu skjöl að baki samkomulaginu.
Frétt á vef Alþýðusambands Íslands um frestun endurskoðunar kjarasamninga - og vísanir í helstu skjöl að baki samkomulaginu.
AFL Starfsgreinafélag er aðili að framlengingu kjarasamninga sbr. frétt hér að neðan. Í gær var í fréttum að fimm aðildarfélögum ASÍ hefði borist bréf þar sem þau voru spurð hvort félögin óskuðu að rjúfa sig úr samfloti með öðrum aðildarfélögum ASÍ.
Boðaður hefur verið fundur fimm félaga innan Así vegna erindis sem borist hefur frá forseta ASÍ þar sem félögin eru spurð hvort þau óski að segja sig frá samfloti aðildarfélaga ASÍ. Formenn viðkomandi félaga eru nú að leita samráðs við samninganefndir félaganna og samverkafólk sitt hjá félögunum.
Fundurinn í dag verður símafundur en búast má við að félögn haldi fund á morgun eða fimmtudag þar sem formenn og aðrir í forystu félaganna hittist til að ræða óvænt erindi forseta ASÍ.
Rétt í þessu var skrifað undir frestun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars n.k. er frestað fram á sumar. Hins vegar hækkar tekjutrygging eða lágmarkstaxtar úr 145 þúsund krónum í 157 þúsund krónur.
Starfsfólk AFLs á Reyðarfirði var í óða önn að prenta út, plasta og ganga frá félagsskírteinum AFLs. Skírteinin komast í póst nk. mánudag en nauðsynlegt getur verið fyrir félagsmenn að sýna fram á félagsaðild sína vegna t.d. orlofskosta félagsins. Á myndinni er Gosia Libera, starfsmaður AFLs á Eskifirði og Reyðarfirði létt í lund við vinnu sína.