AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjarasamningur við ríkið 2024-2028 samþykktur

sgs rikid nidurstada

 

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 25. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 1.-8. júlí. Á kjörskrá voru 1.309 manns og var kjörsókn 22,84%. Já sögðu 87,96%, nei sögðu 7,69% og 4,35% tóku ekki afstöðu.

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 18 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.

Eftirtalin félög eiga aðild að samningnum: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélagið Hlíf. 

Frétt af heimasíðu sgs.is

 

 

Samið við sveitarfélögin – án AFLs

Starfsgreinasamband Íslands f.h. aðildarfélaganna 18 hefur á liðnum mánuðum verið í viðræðum við Samband Íslenskar sveitarfélaga um endurnýjun kjarasamnings milli aðila sem runnu út í lok mars s.l.

Í gær var skrifað undir nýjan kjarasamning til fjögurra ára, en viðræðum hafði áður verið vísað til ríkissáttasemjara. AFL starfsgreinafélag dró umboð sitt til baka frá Starfsgreinasambandinu áður en skrifað var undir vegna deilu um sérákvæði við Sveitarfélagið Hornafjörð sem engar viðræðum hafa fengist um.

Sérákvæði eiga sér forsögu og eru frá þeim tíma þegar samið var sérstaklega við hvert sveitarfélag fyrir sig. Þegar gerður var miðlægur kjarasamningur fyrir ca tveim áratugum síðan var það samkomulag milli stéttarfélagsins og viðkomandi sveitarfélags að halda í ýmis ákvæði sem eru fjölmörg í kjarasamningum við hin ýmsu sveitarfélög. Ekkert sveitarfélag hefur leitast við að losna undan þessum eldri ákvæðum nema Sveitafélagið Hornafjörður sem nú gengur fram og svíkur gamalt samkomulag.

Til að bíta höfuðið af skömminni hafa forsvarsmenn sveitarfélagsins neitað að ræða málið og sýna þar í verki virðingarleysi við starfsmenn sveitarfélagsins.

Það að umboðið var dregið til baka þýðir, að ósamið er við öll sveitarfélögin á félagssvæði AFLs vegna afstöðu Hornafjarðarbæjar.

Samningaviðræðum SGS félaga við sveitarfélögin vísað til ríkissáttasemjara

rse

Þann 19. júní s.l. var samningaviðræðum við sveitarfélögin vísað til ríkissáttasemjara.

Þrátt fyrir fjölmarga samningafundi milli aðila hafa viðræður ekki skilað þeim árangri sem SGS getur sætt sig við.

Fyrsti fundur í deilunni undir stjórn sáttasemjara var í morgun og hefur verið boðað til annars fundar í fyrramálið. AFL er aðili að viðræðunum með SGS ásamt öðrum 17 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins.

Engar viðræður hafa enn fengist vegna sérákvæða við sveitarfélagið Hornafjörð

Kjarasamningur undirritaður við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs

Átján aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands, þar með talið AFL Starfsgreinafélag, eru aðilar að samningum sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir þeir samningar sem ríkið hefur gengið frá að undanförnu.

Nánar hér …

Fyrirkomulag kynninga til félagsmanna AFLs  sem starfa samkvæmt kjarasamningnum hjá stofnunum ríkisins liggur fyrir fljótlega svo og atkvæðagreiðsla sem lýkur 8. júlí.

SGS / AFL STYÐUR FÉLAGA SÍNA Í FÆREYJUM

 

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við félaga sína í Færeyjum, en félagsfólk í Foroya arbeiðarafélagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi hefur nú í á fjórðu viku staðið í umfangsmiklum verkfallsaðgerðum sem enn sér ekki fyrir endann á.

Formannafundur SGS beinir því jafnframt til síns félagsfólks að ganga hvorki beint né óbeint í störf færeyskra félaga sinna á meðan á aðgerðum stendur.

 

AFL Starfsgreinafélag tekur undir stuðningsyfirlýsingu SGS og hvetur félagsmenn til að ganga ekki í störf verkfallsfólks.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi