AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð frá 1. júlí 2017

Í síðustu kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins var samið um hækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóð sem kemur inn í áföngum á samningstímanum.

0,5% kom til framkvæmda 1. júlí í fyrra

1,5% kemur til framkvæmda núna 1. júlí 2017

1,5% kemur til framkvæmda þann 1. júlí 2018

Frá þeim tíma verður mótframlag orðið 11,5% eða það sama og á opinbera markaðnum. Framlag launamanns verður áfram 4%

Launagreiðendur skila viðbótarframlaginu inn í lífeyrissjóðina sem hækkun á mótframlagi

Þeir launamenn sem vilja láta viðbótina renna inn í sameignina þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir. Þeir launamenn sem vilja að viðbótin fari inn í tilgreinda séreign þurfa sjálfir að gera ráðstafanir til þess.

Það er gert með því að fara inn á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is fyrir þá sem eru í Stapa lífeyrissjóði og fylla út umsóknareyðublað til að óska eftir að viðbótin fari inn á tilgreinda séreign. Þeir sem kunna að vera í öðrum lífeyrissjóðum fara með sama hætti inn á heimasíðu síns sjóðs.

Mikilvægt er að launafólk átti sig á því, að sé valið að ráðstafa viðbótinni í tilgreinda séreign, að hún veitir ekki aukinn rétt í áfallatryggingum (örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri) heldur safnast bundna séreignin upp með svipuðum hætti og hinn hefðbundni séreignarsparnaður.

Inni á heimasíðum sjóðanna er að finna frekari upplýsingar og von er á reiknivél til að auðvelda fólki að átta sig á þeim mismun á réttindum sem viðbótin veitir eftir því hvort hún er sett í sameignina eða tilgreindu séreignina.

Starfsmenn hjá sveitarfélögum og hjá ríkisstofnunum hafa fengið þessar viðbætur á mótframlagi fyrir nokkrum árum síðan, þeir geta einnig ráðstafað hluta hennar inn í tilgreinda séreign frá og með 1. júlí 2017.

Ekki hefur verið samið um þessa viðbót á mótframlagi í lífeyrissjóði fyrir sjómenn.

Increase in pension fund payments

This month the employers contribution to pension funds will increase 1,5% in addition to the 0,5% increase last year.  Employees are allowed to place this addition either in an “earmarked” inheritable personal fund or to the general pension plan. If the addition is placed in the individual’s general pension plan – the insurance coverage against disability etc. , will increase proportionally.  Then however this addition is not inheritable.

If an employee wishes to place the addition to an earmarked special fund – they need to fill out a form on the website of their pension fund.

Aukaársfundur Stapa og Birtu lífeyrissjóða

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs boðar til aukaársfundar sjóðsins árið 2017. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. júní n.k. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og hefst kl. 13:00.
Dagskrá:
- Samþykktarbreytingar
Breyta þarf samþykktum sjóðsins svo launamenn geti frá 1. júní nk. ráðstafað iðgjaldi umfram 12% í svokallaða tilgreinda séreign líkt og kveðið er á um í kjarasamningi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016. Tillögur að breytingunum verður aðgengilegar á heimasíðu sjósins stapi.is a.m.k. tveim vikum fyrir fundinn. Hægt er að fá gögnin send  í pósti sé þess óskað, beiðni sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Birta lífeyrissjóður boðar til aukaársfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 22. júní n.k. að Hvammi, Grandhóteli Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík og hefst kl. 17:00
Dagskrá
 - Drög að tillögum til breytinga á samþykktum Birtu lífeyrissjóðs, vegna heimildar til að ráðstafa viðbótariðgjaldi í tilgreinda séreign. sjá heimasíðu sjóðsins birta.is 

Zwiększenie składek do funduszy emerytalnych 2017

Z dniem 1.czerwca 2017r  wkład pracodawców do funduszy emerytalnych pracowników  wzrośnie o 1,5% i wynosić będzie 10%.

Minimalna składka wpłacana do funduszu emerytalnego łącznie wynosić będzie 14%, a oto jej podział: składka pracownika 4% zarobków brutto, dopłata pracodawcy 10%.

Pracownicy mają możliwość wyboru sposobu rozdysponowania podwyższonego dodatku:                          
1. umieszczenia go na indywidualnym koncie emerytalnym przewidzianym w umowie z funduszem emerytalnym ogólnego programu emerytalnego,  
2. lub w ogólnym systemie emerytalnym.

Jeśli dodatek zostanie umieszczony jako indywidualne oszczędności w ogólnym programie emerytalnym - ubezpieczenie od niepełnosprawności itp., wzrośnie proporcjonalnie. Wtedy jednak dodatek nie jest dziedziczony. 

W celu uzyskania informacji na temat wpływu wzrostu wpłacanej składki na uzyskane prawa emerytalne i wysokość swiadczeń można znaleźć na stronach islandzkich gwarantowanych funduszy emerytalnych. Pełną listę można znaleźć na stronie: https://www.lifeyrismal.is/is/lifeyrisgattin

Kjarasamningur í fiskimjölsverksmiðjum samþykktur

Lokið er talningu í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna AFLs og Drífanda sem starfa í fiskimjölsverksmiðjum um nýgerðan kjarasamning..  Þátt í atkvæðagreiðslu tóku   76,7% eða 66 félagsmenn félaganna tveggja.  Já sögðu 47 eða 77,3%, nei sögðu 15 eða 22,7%. Samningurinn telst því samþykktur og hefur Samtökum atvinnulífsins verið tilkynnt um úrslit.  Samningurinn gildir þar til í maí 2019.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi