AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aftur árangurslaus samningafundur!

Rétt í þessu var að ljúka samningafundi sjómanna og útgerðarmanna í húsnæði sáttasemjara.  Enginn árangur varð á fundinum og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.  Að sögn formanns Sjómannadeildar AFLs, Grétars ÓIafssonar, er engann bilbug að finna á samningamönnum sjómanna.  

Nýtt alþingi fellur á fyrsta prófinu

ASI LogoMiðstjórn Alþýðusambands Íslands telur forsætisnefnd Alþingis hafa fallið á fyrstu prófraun sinni og sýnt að Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu. Sl. haust ofbauð landsmönnum ákvörðun kjararáðs um fordæmalausa hækkun launa og fastra greiðslna til alþingismanna. Síðan þá er búið að skipta um helming þingmanna og snérust kosningarnar í haust ekki síst um breytt siðferði.

Nýir þingmenn höfðu tækifæri til að beita sér og sýna í verki að alvara lá að baki kosningaloforðum og taka til baka hækkun þingfaralauna umfram það sem hinn almenni launamaður hefur fengið í sitt umslag.

Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir hálfkáki forsætisnefndar þingsins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og afturkalli hækkanir kjararáðs. Miðstjórn ASÍ minnir á að forsenduákvæði kjarasamninga eru til endurskoðunar nú í febrúar og hækkanir til alþingismanna og æðstu embættismanna geta sett framhald kjarasamninga alls þorra landsmanna í uppnám.

Óvissa um framhald: Sjómannasamningar í uppnámi

Mikil óvissa ríkir um framhald viðræðna um kjarasamning sjómanna eftir að slitnaði upp úr í viðræðum Sjómannasambandsins og útgerðarmanna í dag.  Að sögn fulltrúa AFLs í samninganefnd sjómanna hefur enginn árangur náðst í stóru málunum þrátt fyrir talsverð fundarhöld sl. 14 daga. Formanður og varaformaður Sjómannadeildar AFLs héldu félagsfundi víða á félagssvæðinu í síðustu viku og heyrðu hljóðið í sjómönnum.  Mikill einhugur var í félagsmönnum og þá sérstaklega varðandi olíuverðsviðmið en ein af kröfum SSÍ er að hlutur aflaverðmætis til skipta fari úr 70% í 73%  Góð mæting var á fundina sem voru haldnir á Höfn, Reyðarfirði, Norðfirði og Seyðisfirði og mættu ca 50% félagsmanna deildarinnar á fundina.

Að sögn einstakra fundarmanna er mikill sóknarhugur í sjómönnum og þótti mönnum ótímabært að fara að ræða eftirgjöf af kröfugerð - verkfallið væri búið að standa í mánuð og það munaði ekkert um mánuð í viðbót.

Yfirlýsing frá Starfsgreina- sambandi Íslands

SGS i 1 300x184Starfsgreinasamband Íslands (SGS) krefst þess að fiskvinnslufyrirtæki tryggi afkomu starfsfólks sem af einhverjum ástæðum á lítinn eða engan rétt á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt áliti Vinnumálastofnunar er því ekkert til fyrirstöðu að þau fyrirtæki sem beitt hafa grein um „ófyrirséð áföll“ í kjarasamningum og vísað fólki á atvinnuleysisbætur geti einnig nýtt kauptryggingarákvæði fyrir starfsfólk sem fær litlar eða engar atvinnuleysisbætur. Þannig má tryggja afkomu alls starfsfólks í landvinnslu. Jafnframt mun Starfsgreinasamband Íslands beita sér fyrir því að þau ákvæði sem fiskvinnslufyrirtæki hafa beitt til að komast hjá launagreiðslum í verkfalli sjómanna verði endurskoðuð.

Reynslunni ríkari göngum við til framtíðar

TilGodra10arAFL Starfsgreinafélag varð til 28. apríl 2007 með samruna þriggja  félaga,  Vökuls  Stéttarfélags, Verkalýðsfélags Reyðararðar  og  AFLs  Starfsgreinafélags  Austurlands. Bæði Vökull og AFL Starfsgreinafélag Austurlands höfðu áður orðið til úr sameiningum minni félaga. Verkalýðs- barátta á Austurlandi á sér hins vegar sögu allt aftur til 1896 er fyrsta verkalýðsfélagið var stofnað á Seyðisfirði. Félagssvæði  AFLs  nær  allt  frá  Skeiðará  í  suðri  að Þórshöfn í norðri. Stærð félagsins fylgja kostir og ókostir. Félagið  hefur  reynt  með  ýmsu  móti  að  vinna  gegn ókostunum  með  öflugu  starfi  trúnaðarmanna,  rekstri þjónustuskrifstofa á sjö stöðum á félagssvæðinu og með vinnustaðaheimsóknum.  Styrkleika  sína  hefur  félagið reynt að virkja félagsmönnum til hagsbóta. Við munum fagna 10 ára afmæli AFLs með margvís- legum hætti. Meðal annars verður mikið lagt í ársfund trúnaðarmanna  sem  haldinn  verður  í  mars  og aðalfundur félagsins verður með sérstakri afmælisdag- skrá. Þá ætlum við að auka samtal okkar við ungt fólk á  félagssvæðinu  með  ýmsum  hætti. Við  viljum  líta  til framtíðar því þangað stefnum við.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi