Úthlutun um jól og áramót
Lokið er úthlutun orlofsíbúða félagsins um jól og áramót. Alls sóttu 50 félagsmenn um 30 úthlutanir. Þar af höfðu 4 fengið úthlutað á liðnum árum og voru því ekki í forgangi. Síðan hefur einn afþakkað íbúðina sem hann fékk úthlutað og tveir afþakkað sæti á biðlista. Þeir sem sóttu um en fengu ekki íbúð fengu stöðu á biðlista og njóta forgangs ef endurúthlutað verður íbúðum sem skilað er aftur.
Eindagi leigu vegna jóla og áramóta er þriðji desember og í kjölfarið kemur í ljós hvort laust verður í einhverjar af íbúðum félagsins í Reykjavík eða Akureyri yfir hátíðirnar. Þau tímabil verða þá sett í almenna leigu á orlofsvef félagsins. Á þessum tíma – þ.e. frá 22. Desember til 4. Janúar eru íbúðirnar aðeins leigðar í vikuleigu, þ.e. frá 21. Des – 28. Des og frá 28. Des – 4. Jan.
Allir umsækjendur eiga að hafa fengið bæði SMS skeyti og tölvupóst um hvort þeir fengu úthlutað eða ekki – og þá hvaða stöðu þeir hafa á biðlista v. endurúthlutunar.