Verður haldinn þriðjudaginn 29. desember 2015 kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar fyrir kliðið starfsár 2. Kosning stjórnar 3. Kjaramál 4. Önnur mál Ferðir verða samræmdar á næstu skrifstofu félagsins. AFL Starfsgreinafélag Sjómannadeild
Desemberuppbótin kemur til útgreiðslu 1. – 15. desember, en það er mismunandi milli kjarasamninga. Upphæðin er sem hér segir: Verslunar og skrifstofufólk 78.000 kr. Verkamenn (þ.m.t. hótel /veitingast.) 78.000 kr. Iðnaðarmenn 78.000 kr. Sveitarfélögin 95.500 kr.Ríkið 78.000 kr. Alcoa Fjarðarál 240.000 kr. Starfsmenn á bændabýlum 78.000 kr. Starfsmenn við línu og net 78.000 kr. (Sérsamningar eru fyrir ýmsa aðra hópa)
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við samband ísl. sveitarfélaga lauk á miðnætti. Á kjörskrá voru 461 félagsmaður og greiddu 184 þeirra atkvæði eða 39,91% Já sögðu 162 eða 88% Nei sögðu 15 eða 8% Auðir voru 7 eða 4% Samningurinn er afturvirkur frá 1. maí s.l og gildir fram á árið 2019 nema að forsendur hans standist ekki. sjá nánar
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga seint á föstudaginn. Umboð AFLs var hjá SGS og því hefur samningur félagsins við sveitarfélögin 10 á svæðinu verið undirritaður. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar:
Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%.
Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, til samræmis við þá niðurstöðu sem samið var um 1. maí 2014.
Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%.
Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.
Tekjutryggingin hækkar um 86.000 kr. á samningstímanum og verður komin í 300.000 kr. l. maí 2018.
Lagfæring var gerð á sérákvæðum sjúkraflutningamanna við sveitarfélagið Hornafjörð.
Þá hækkar desemberuppbót um rétt innan við 21% á samningstímanum og fer í 113.000 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 23% verða 48.000 kr. í lok samningstímans. Stefnt er að því að atkvæðagreiðsla hefjist kl. 08:00 þann 1. desember og að henni ljúki á miðnætti 8. desember. Kynning á samningum fer fram á næstunni. sjá samning
Launafólk sem tekur þátt í svartri atvinnustarfssemi eða vinnur sem „undirverktakar“ taka mikla áhættu. Ef eitthvað bjátar á – stendur viðkomandi einn síns liðs. Á liðnu ári hefur AFL Starfsgreinafélag annast tugi slysamála, hundruði mála sem tengjast hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og tugi innheimtumála vegna vangoldinna launa. Félagsmenn AFLs sækja þessa þjónustu sér að kostnaðarlausu.