Álit RSK liggur fyrir: Ólaunuð vinna er skattskyld
Í tengslum við átakið „Einn réttur – ekkert svindl!“ hefur ASÍ lagt áherslu á vekja athygli á undirboðum sem felast í ólaunaðri vinnu. Ítarlega rökstutt álit ASÍ (sjá í frétt á www.asi.is) og helstu sjónarmið í hnotskurn (sjá í frétt á www.asi.is) hafa legið fyrir í nokkurn tíma og vakið mikla eftirtekt enda vandamálið vaxandi sérstaklega í ákveðnum þjónustugreinum. Afstaða ASÍ er einföld og skýr:
- Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög.