AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Rafræn atkvæðagreiðsla hafin.

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamning aðildarfélaga ASÍ um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Félagsmenn hafa fengið sent í pósti lykilorð til að skrá sig inn á svæði atkvæðagreiðslunnar. Þeir sem þess óska geta fengið aðstoð hjá félaginu til að skrá sig inn, en þá þurfa þeim að taka lykilorðið með. Atkvæðagreiðslan stendur til hádegis þann 24. febrúar 2016. Þeir sem ekki fá sent lykilorð sent en telja sig eiga að vera á kjörskrá er bent á að hafa samband við félagið.

Félagið hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Kjósa / Vote / Glosuj

Þjóðgarðurinn dæmdur til að greiða yfir hálfa milljón í málskostnað

Vatnajökulsþjóðgarður var í dag dæmdur til að greiða landverði tæpar 130 þúsund krónur auk dráttarvaxta í vangoldin laun og rúma hálfa milljón í málskostnað. AFLs starfsgreinafélags hvetur aðra landverði til að skoða launaseðla sína. sjá dóminn í heild

Landvörður sem starfaði á Lónsöræfum í júlí og ágúst 2014 stefndi garðinum til að greiða fjarvistaruppbót til viðbótar við aðrar launagreiðslur samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins við Starfsgreinasambandið.

Continue Reading

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins.

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur milli aðildarfélaga ASÍ og SA

Gildistími samningsins frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Samningurinn er viðbótarsamningur við þá samninga sem gerðir voru  á tímabilinu maí – september 2015 og gildir því fyrir verkamannadeildina, verslunarmannadeildina og iðnaðarmannadeildina vegna þeirra félagsmanna sem starfa á almenna markaðnum. Hann byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun og jöfnun lífeyrisréttinda.

Atkvæðagreiðslu um hann skal vera lokið fyrir 26. febrúar 2016.

Nánar um fyrirkomulag kynninga hér á síðunni á næstu dögum
Kjarasamningurinn í heild sinni.
Nánari skýringar á samningi

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi