Námskið „Raki og mygla í húsum 2“ verður haldið á Reyðarfirði 1. mars nk. Þetta er framhald námskeiðsins „Raki og mygla í húsum 1“ sem haldið var í haust. Það er ekki skilyrði fyrir þátttöku að hafa sótt fyrra námskeiðið. Sjá slóð á skráningu hér
"Þar sem forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ skorar stjórn og trúnaðarráð AFLs Starfsgreinafélags á samninganefnd Alþýðusambands Íslands að segja upp núgildandi kjarasamningi í samræmi við endurskoðunarákvæði hans. Gegndarlausar launahækkanir til æðstu embættismanna, þingmanna og annarra stjórnenda eru langt umfram það sem venjulegt launafólk fær og því eykst sífellt mismunun í samfélaginu. AFL Starfsgreinafélag telur því rétt að segja upp samningum og freista þess að ná samningum við atvinnurekendur og ríkisstjórn um aukinn jöfnuð og réttlæti. Það er kominn tími á að stöðva græðgisvæðingu yfirstéttarinnar og snúa vörn í sókn."
Þetta varð niðurstaða á fundi stjórnar og trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöld þar sem um 40 félagar AFLs komu saman til að ræða viðhorf í kjaramálum.
Félagsmenn okkar sem starfa hjá Ríkinu fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017.
Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið á almenna vinnumarkaðnum nýtist líka starfsfólki hjá hinu opinbera sjá hér
Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða: www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Á síðunni eru teknar saman upplýsingar um vinsælar námsbrautir í HR hjá fólki með iðnmenntun, leiðarvísir um hvaða inntökuskilyrði þarf að uppfylla fyrir mismunandi námsbrautir, ásamt reynslusögum nemenda sem sýna fjölbreyttan menntaferil nemenda í HR.
Íslenskt atvinnulíf kallar eftir fólki með góða verkþekkingu og það er mikilvægt að benda ungu fólki á þá fjölbreyttu möguleika sem iðn- og tækninám veitir. Eftirspurnin á vinnumarkaði eftir einstaklingum með tæknigrunn og sérhæfingu úr háskóla er mjög mikil og á líklega enn eftir að aukast í framtíðinni. Því er vert að leggja áherslu á að iðnmenntun lokar engum dyrum varðandi áframhaldandi nám, heldur er þvert á móti góður grunnur fyrir áframhaldandi nám á háskólastigi.
Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið?
Laugardaginn 2. mars kl. 11:00 til 17:00 í sal AFLs Starfsgreinafélags, Miðvangi 2-4 Egilsstöðum.
Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitafélaganna, þeim að kostnaðarlausu. Skráning skal berast í síðasta lagi föstudaginn 9. nóvember á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 461 4006.