AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur iðnaðarmannadeildar AFLs

Aðalfundur  iðnaðarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn 28. mars 2018 kl. 17:00 – að Búðareyri 1 Reyðarfirði

Dagskrá
1.Kjaramál
2.Skýrsla formanns deildarinnar
3.Kjör stjórnar deildarinnar
4.Önnur mál

Stjórn Iðnarmannadeildar  AFLs

Tæplega 50% fjölgun í Verslunarmannadeild AFLs á síðasta ári

Félagsmönnum verslunar- og skrifstofudeildar AFLs hefur fjölgað um 43% frá janúar 2017 til desember 2017.  Fyrir sameiningu verkalýðsfélaga á Austurlandi var Verslunarmannafélag Austurlands starfandi á miðausturlandi, héraði og fjörðum. Frá Stöðvarfirði og suður úr var síðan Vökull Stéttarfélag með starfandi verslunarmannadeild eftir að Verslunarmannafélag A.Skaft., sameinaðist Vökli 1992.

Við sameiningu í AFL Starfsgreinafélag, breyttist félagssvæði Verslunar-og skrifstofudeildar AFLS og náði þá yfir allt austurland en framan af var starfssemi deildarinnar bundinn við Höfn og nágrenni.

Síðustu misseri hefur félagsmönnum deildarinnar fjölgað verulega og í desember sl. skiluðu tæplega 500 félagsmenn iðgjaldi til AFLs v. verslunarstarfa og var það tæplega 50% aukning miðað við janúar sama ár.  Innan Múlasýslna eru bæði VR og Verslunarmannadeild AFLs með gildandi kjarasamninga og getur því verslunar-og skrifstofufólk í þessum sýslum valið milli félaganna.

Aðalfundur deildarinnar verður á Höfn, nk. miðvikudag sbr. auglýsingu hér á síðunni. Formaður deildarinnar er Lars Jóhann Andrésson.

Aðalfundur verslunar- og skrifstofudeildar

Aðalfundur  verslunar- og skrifstofudeildar  AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn 21. mars kl. 12:15 – að Víkurbraut 4 Hornafirði

Dagskrá

1. Kjaramál
2. Skýrsla formanns deildar
3. Breytinga á reglugerð deildarinnar
4. Kjör stjórnar deildarinnar
5. Önnur mál

Stjórn verslunar- og skrifstofudeildar AFLs

Laun starfsfólks hjá sveitarfélögum hækka um 1,4% frá áramótum

Laun félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um að 1,4 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði. Reglulega er skoðað hvort bæta þurfi opinberu starfsfólki upp launaþróun á almennum markaði og þetta var niðurstaðan að þessu sinni.

Samkomulagið um launaþróun er gert á grunni rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá október 2015

Sjá samkomulag

Sjálfboðaliðar við störf fyrir sveitarfélög

Félagsmenn hafa haft samband við skrifstofu AFLs vegna atvinnuþátttöku sjálfboðaliða á vegum erlendra samtaka hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu. Vegna þessa hefur formaður AFLs m.a. sent Fjarðabyggð erindi þar sem segir:  

"Sjálfboðaliðastörf hjá sveitarfélögum.

AFL Starfsgreinafélag hafnar allri aðkomu sjálfboðalíða við vinnu á vegum sveitarfélaga innan þéttbýliskjarnanna. Sama gildir um verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélaganna bæði innan og utan þéttbýlis.

Það er skilningur félagsins að sjálfboðaliðastörf geti því aðeins átt við um fegrun fólksvanga og hreinsun á fjörum.

Reynt hefur verið mánuðum saman að fá viðræður við Sambands ísl. sveitarfélaga um samræmdar reglur um störf sjálfboðaliða hjá sveitarfélögunum án árangurs.

Á meðan svo er mun AFL Starfsgreinafélag halda sig við ofnagreinda skilgreiningu.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir"

Félagið hefur kannað í viðhorfskönnunum meðal félagsmanna hversu algeng sjálfboðaliðastörf eru og virðist sem þeim hafi fækkað nokkuð milli ára - sjá mynd.  Félagið er að undirbúa átak í að ná persónulegu sambandi við þá sem starfa sem sjálboðaliðar og mun leitast við að fá þá til að heimila okkur að innheimta laun fyrir þá í þeim tilvikum sem sjálfboðaliðar starfa við efnahagslega starfssemi - þar sem vinnan hefði að öðrum kosti verið unnin af félagsmönnum AFLs.sjalfbodalidagraf

Launahækkun ríkisstarfsmanna

Laun félagsmanna sem starfa hjá ríkinu munu hækka um að 0,5 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði (SAKEK) .Reglulega er skoðað hvort bæta þurfi opinberu starfsfólki upp launaþróun á almennum markaði og þetta var niðurstaðan að þessu sinni. Áður höfðu laun þessa hóps hækkað um að meðaltali 1,8% afturvirkt frá 1. janúar 2017, á grundvelli samkomulagsins.

Aðalfundur almennrar starfsgreinadeildar

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn

16. mars kl. 17:00 – að Búðareyri 1 Reyðarfirði

Dagskrá
1. Kjaramál
2. Skýrsla formanns deildar
3. Kjör stjórnar deildarinnar
4. Önnur mál

Stjórn alm. starfsgreinardeildar AFLs