AFL starfsgreinafélag

Sveitarfélög: Aðgerðir auka stéttskiptingu

leiksknÁlyktun frá Miðstjórn Alþýðusambandsins um nýlega þróun í leikskólamálum sveitafélaga

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir áhyggjum sínum af nýlegri þróun í dagvistunarmálum sveitarfélaganna, nú síðast á Akureyri, og varar við ófyrirséðum afleiðingum hennar.

Undanfarna mánuði hefur borið á tillögum sem ætlað er að leysa mannekluvanda á leikskólum og auka velferð barna með meiri samveru með foreldrum. Tillögurnar spretta ekki upp úr tómarúmi heldur hefur vanfjármögnun og skammsýni einkennt málaflokkinn um árabil sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks leikskólanna. Miðstjórn ASÍ leggur áherslu á að það er á ábyrgð sveitafélaganna og stjórnvalda að tryggja fjármögnun leikskólakerfisins og viðunandi aðbúnað starfsfólks.

Bæði Kópavogsbær og Akureyrarbær hafa samþykkt nýjar gjaldskrár sem fela í sér gjaldfrjálsa sex klukkustunda leikskólavist barns. Á móti hækkar gjald þeirra foreldra sem þurfa á lengri vist barna að halda. Samhliða gjaldskrárbreytingum hefur þjónusta verið skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga.

Breytingarnar endurspegla með engu móti stöðu foreldra á vinnumarkaði, en yfir 90% barna eru á leikskóla meira en sex klukkustundir á dag. Meðan hátekjufólk með sveigjanlegan vinnutíma og sterkt bakland getur nýtt sér gjaldfrjálsan leikskóla kemur breytingin niður á láglaunafólki, innflytjendum og einstæðum foreldrum í formi hærri gjalda og skertrar þjónustu.

Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Miðstjórn ASÍ bendir á mótsögnina í hugtakinu „gjaldfrjáls leikskóli“ sem aðeins gagnast litlum hluta foreldra sem sterkt standa fjárhagslega, á kostnað láglaunafólks og því hætta á að aðgerðirnar auki stéttskiptingu. Miðstjórn varar jafnframt við því að með breytingunum er áfram grafið undan velferðarstoðum samfélagsins og forsendum mikillar atvinnuþátttöku á Íslandi.

AFL lánar Rauða Krossinum hús v. rýmingar í Grindavík

AFL Starfsgreinafélag afhenti Rauða Krossinum eitt orlofshús í Ölfusborgum í gær - til afnota vegna rýmingar í Grindavík. Verið er að kanna möguleika á að lána fleiri orlofshús um eða eftir áramót en orlofseignir félagsins á Suðurlandi og í Reykjavík eru allar fullbókaðar fram í janúar.

Aðstæður félagsmanna AFLs eru ólíkar félagsmönnum margra annarra stéttarfélaga hvað varðar notkun orlofseigna félagsins á höfuðborgarsvæðinu.  Sérhæfð heilbrigðisþjónusta er að miklu leyti aðeins í Reykjavík og félagsmenn AFLs geta ekki "skotist" til læknis eða í lyfjameðferð og svo heim aftur.  Í skammdeginu í nóvember eru félagsmenn okkar almennt ekki að skreppa í skemmtiferðir til höfuðstaðarins heldur eru að sinna mikilvægum erindum.

Á hverjum tíma eru venjulega 2-4 verðandi mæður í "áhættumeðgöngu" í íbúðum okkar í Reykjavík.  Einnig eru oftast einhverjir krabbameinssjúklingar sem eru í geislameðferð og aðrir með króníska eða langvarandi sjúkdóma sem sækja meðferð á Landsspítalann.  

Það er því ekki auðvelt að rýma orlofseignir okkar vegna þessa ástands og myndi setja félagsmenn AFLs í veruleg vandræði vegna m.a. ofangreindra atriða. 

SGS þing

SGS thing2023

Þingi SGS lauk í dag en það hefur staðið í 2 daga.

Á þinginu voru afgreidd hefðbundin þingstörf auk þess afgreiddar ályktanir um kjaramál, byggðamál, heilbrigðismál, lífeyrismál og húsnæðismál

Fulltrúar AFLs á þinginu voru 20

Skrifstofur AFLs lokaðar eða hálfmannaðar

Kvennav

Á morgun, 24. október verða skrifstofur AFLs flestar lokaðar þar sem konur í starfsliði AFLs leggja niður vinnu og taka þátt í samstöðufundum í tilefni kvennaverkfalls 2023.  Einn karlkyns starfsmanna félagsins fer til Reykjavíkur til að leysa af hólmi starfskonur ræstingafyrirtækisins Sólar sem annast ræstingar á orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík.  Hann fær þar aðstoð umsjónarmanns orlofseigna félagsins og munu þeir reyna að annst ræstingu og undirbúning þeirra íbúða félagsins þar sem leiguskipti verða.

Á skrifstofum félagsins á Höfn og Vopnafirði verða síðan tveir karlar við störf - einn á hvorum stað.  Þeir munu reyna að annast símsvörun eins og þeir ráða við en búast má við að einhverjum símhringinum verði ekki svarað og það hringi út.

Á Austurlandi verða samstöðufundir á þremur stöðum - á Höfn hefst dagskráin kl. 11:30 við ráðhúsið en síðan verður gengið að veitingahúsinu Heppu þar sem boðið verður upp á súpu og tilheyrandi. Síðan verður dagskrá með tónlist og erindum og að lokum verður bein útsending frá útifundinum á Austurvelli.

Á Neskaupstað verður safnast saman kl. 11:00 við íþróttahúsið þar sem unnið verður að skiltagerð.  Fundur hefst kl. 12:00 með ávarpi og fjöldasöng.  Gengin verður kröfuganga að Egilsbúð kl. 13:00 með skiltin sem konur útbúa í íþróttahúsinu og kl. 13:30 verður kaffi og veitingar í boði.  kl. 14: hefst síðan streymi frá útifundinum á Austurvelli.

Á Egilsstöðum er dagskrá á Hótel Héraði sem hefst kl. 13:00.  

Stjórn og starfsfólk AFLs Starfsgreinafélags sendir konum um land allt samstöðukveðjur í tilefni dagsins.

Sveitarfélög á Austurlandi skerða ekki laun v. þátttöku í kvennaverkfalli

Fall

Sveitarfélagið Hornafjörður hvetur konur og kvár meðal starfsmanna til að taka þátt í boðuðu kvennaverkfalli 24. október nk.   Bæjarráð hefur falið bæjarsstjóra að undirbúa daginn og gera ráðstafanir.  Ekki verði dregið af launum kvenna og kvára sem taka þátt í verkfallinu.  Þá liggur fyrir samþykkt frá Bæjarráði Fjarðabyggðar um að  ekki verði dregið af launum starfsfólks sem tekur þátt í verkfallinu í samráði við sinn stjórnanda. Vopnafjarðarhreppur skerðir ekki laun og þeir sem þurfa að sinna neyðarþjónustu fá aukafrídag vegna þessa. Sama gildir um Langanesbyggð.

Bæjarráð Múlaþings hefur ekki fjallað um málið - en skv. bæjarstjóra verður miðað við tilmæli Sambands Sveitarfélaga og ekki verður dregið af launum kvenna og kvára enda verði fjarvera frá vinnu í samráði við yfirmenn.

Viðhorfskönnun AFLs 2023 er komin af stað

 konnun

Nú stendur yfir skoðanakönnun AFLs Starfsgreinafélags og Einingar Iðju á Akureyri, meðal félagsmanna þessara tveggja verkalýðsfélaga. GAllup á Íslandi framkvæmir könnunina. Bréf til þeirra sem lentu í úrtaki eru að berast til félagsmanna þessa dagana. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt. Niðurstöður könnunarinnar gefa okkur betri mynd af stöðu félagsmanna, viðhorfi þeirra til ýmissa mála og væntinga.

English:

"Now there is a survey being conducted by the AFL's Trade Union and the Labor Union Eining Iðja in Akureyri, among the members of these two labor unions. Gallup in Iceland is conducting the survey. Letters to those who were included in the sample are being delivered to the members these days. We encourage members to participate. The survey results provide us with a better understanding of the members' status, their views on various issues, and expectations."

Polish:

"Teraz prowadzone jest badanie opinii przez Związek Zawodowy AFL oraz Związek Zawodowy Eining Iðja w Akureyri, wśród członków tych dwóch związków zawodowych. Badanie przeprowadza firma Gallup na Islandii. Listy do tych, którzy znaleźli się w próbie, są obecnie dostarczane członkom. Zachęcamy członków do udziału. Wyniki badania pozwolą nam lepiej zrozumieć sytuację członków, ich opinie na różne tematy i oczekiwania."

Lithuanian: "Šiuo metu atliekamas apklausos tyrimas AFL Profesinių Sąjungų ir Eining Iðja Darbo Sąjungos narių Akureyri mieste. Šį tyrimą atlieka Islandijoje įsikūrusi įmonė „Gallup“. Laiškai tiems, kurie buvo įtraukti į imtį, šiais dienomis pristatomi sąjungos nariams. Raginame narius dalyvauti. Apklausos rezultatai suteiks mums geresnį supratimą apie narių padėtį, jų nuomonę apie įvairias problemas ir lūkesčius."

Czech: "Nyní probíhá průzkum provedený odborovým svazem AFL a odborovým svazem Eining Iðja v Akureyri mezi členy těchto dvou odborových svazů. Průzkum provádí společnost Gallup na Islandu. Dopisy těm, kteří byli zahrnuti do vzorku, jsou v těchto dnech doručovány členům. Vyzýváme členy k účasti. Výsledky průzkumu nám poskytují lepší představu o postavení členů, jejich názorech na různé otázky a očekávání."

Romanian: "În prezent se desfășoară un sondaj realizat de Sindicatul AFL și Sindicatul Muncii Eining Iðja din Akureyri, printre membrii acestor două sindicate. Gallup în Islanda efectuează sondajul. Scrisori către cei care au fost incluși în eșantion sunt livrate membrilor în aceste zile. Încurajăm membrii să participe. Rezultatele sondajului ne oferă o mai bună înțelegere a situației membrilor, a opiniilor acestora cu privire la diverse aspecte și a așteptărilor."

Croatian: "Sada se provodi istraživanje od strane Sindikata AFL i Sindikata rada Eining Iðja u Akureyriju, među članovima ovih dva sindikata. Gallup na Islandu provodi istraživanje. Pisma osobama koje su bile uključene u uzorak dostavljaju se članovima ovih dana. Potičemo članove da sudjeluju. Rezultati istraživanja pružaju nam bolje razumijevanje statusa članova, njihovih stavova o različitim pitanjima i očekivanja."

Spanish: "Actualmente se está llevando a cabo una encuesta por parte del Sindicato AFL y el Sindicato Laboral Eining Iðja en Akureyri, entre los miembros de estos dos sindicatos. Gallup en Islandia está realizando la encuesta. Se están enviando cartas a aquellos que fueron incluidos en la muestra a los miembros en estos días. Animamos a los miembros a participar. Los resultados de la encuesta nos proporcionan una mejor comprensión de la situación de los miembros, sus opiniones sobre diversos temas y expectativas."

Latvian: "Tagad notiek aptauja, ko veic AFL arodbiedrība un darba arodbiedrība Eining Iðja Akureyri, starp šo divu arodbiedrību biedriem. Islandē aptauju veic Gallup. Vēstules tiem, kas tika iekļauti izlases grupā, šajos dienos tiek nosūtītas biedriem. Mēs mudinām biedrus piedalīties. Aptaujas rezultāti mums sniedz labāku izpratni par biedru stāvokli, viņu viedokļiem par dažādiem jautājumiem un cerībām."

Russian: "Сейчас проводится исследование среди членов Профсоюза AFL и Профсоюза труда Eining Iðja в Акурейри. Исследование проводит компания Gallup в Исландии. Письма тем, кто был включен в выборку, в настоящее время доставляются членам. Мы призываем членов участвовать. Результаты исследования позволяют нам лучше понять положение членов, их мнения по различным вопросам и ожидания."

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Russian: "Сейчас проводится исследование среди членов Профсоюза AFL и Профсоюза труда Eining Iðja в Акурейри. Исследование проводит компания Gallup в Исландии. Письма тем, кто был включен в выборку, в настоящее время доставляются членам. Мы призываем членов участвовать. Результаты исследования позволяют нам лучше понять положение членов, их мнения по различным вопросам и ожидания."