AFL starfsgreinafélag

Félagsdómur, Fjarðabyggð vegna starfa við Grunnskólann á Eskifirði og Almenningsbókasafnið

Viðurkennt er að Afl, starfsgreinafélag, fari með samningsaðild fyrir Guðnýju Einarsdóttur, kt. 301148-3489, og Guðrúnu M. Óladóttur, kt. 250861-4869, við gerð kjarasamninga við Fjarðabyggð vegna starfa þeirra við Grunnskólann á Eskifirði og Almenningsbókasafnið á Eskifirði, Fjarðabyggð, og um laun og kjör þeirra hafi frá og með ráðningum til stefnda, Fjarðabyggðar, farið samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands sem gerður var í maímánuði 2005.
Stefndu, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi og Fjarðabyggð, greiði, hvor um sig, stefnanda, Alþýðusambandi Íslands, f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Afls, starfsgreinafélags Austurlands, f.h. Guðrúnar M. Óladóttur og Guðnýjar Einarsdóttur, 150.000 krónur í málskostnað.
Sjá dóminn í heild hér

Félagsdómur, Lágmarkslaun, hækkun launa ESS Support Services ehf og Matvís

Viðurkennt er að hækka beri kauptaxta samkomulags, dagsettu 21. september 2004, milli ESS Support Services ehf. og Starfsgreinasambands Íslands, um lágmarkslaunakjör félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands, sem starfa hjá stefnda, um 15.000 krónur frá og með 1. júlí 2006 að telja.
Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna ESS Support Services ehf., greiði stefnanda, Alþýðusambandi Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands, vegna Afls, starfsgreinafélags Austurlands, 250.000 krónur í málskostnað.
Sjá dóminn í heild hér

Samningsaðild Fjarðabyggð

Viðurkennt er að Afl, starfsgreinafélag fari með samningsaðild fyrir Svein Brimi Björnsson, kt. 180171-4879, við gerð kjarasamnings við Fjarðabyggð vegna starfa hans sem tækjamanns við Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar.
Viðurkennt er að um laun og kjör Sveins Brimis Björnssonar hafi frá og með ráðningu hans til Fjarðabyggðar farið samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands sem gerður var í maímánuði 2005. Stefndi, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, greiði stefnanda, Alþýðusambandi Íslands  f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Afls, starfsgreinafélags Austurlands, f.h. Sveins Brimis Björnssonar, 250.000 krónur í málskostnað. Málskostnaður fellur niður að því er varðar stefnda, Fjarðabyggð.

sjá dóminn Fjarðabyggð