Lögregla vill ræða við Lettana aftur
Í stað þess að vera nú á leið heim til fjölskyldna sinna, verða Lettarnir 13 er dvelja á Egilsstöðum og hafa verið í skýrslutökum og vitnaleiðslum vegna ásakana í garð GT verktaka / Nordic Construction Line um um svik við launagreiðslur, verða þeir enn um sinn á landinu.
Lögreglan hefur lokið skýrslutökum af þeim 13 er kærðu fyrirtækin en óskar eftir að ræða frekar við mennina og bera undir þá einhver gögn sem aflað hefur verið.
Einn í farbann - yfirheyrslur fram á nótt
Nýttu þér netið - námskeið AFLs
„Nýttu þér netið" - nefnist námskeiðaröð sem AFL Starfsgreinafélag heldur á öllum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Námskeiðin eru félagsmönnum AFLs að kostnaðarlausu en námskeiðsgjald fyrir utanfélagsmenn er 2.000,-. Námskeiðin verða haldin allstaðar þar sem nægileg þátttaka fæst.
Stór hópur portúgalskra fer í næstu viku
Í næstu viku fer allfjölmennur hópur Portúgalskra verkamanna er unnið hafa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar síðustu 3 ár af landinu. Í tengslum við starfslok þeirra kemur verður yfirtrúnaðarmaður, Oddur Friðriksson, með fundi á svæðinu með Portúgölskum túlk í dag, föstudag og fram á laugardag.
Aðallvitnið horfið - Vitnaleiðslur í allan dag
Annað lykilvitni í máli sem fyrrverandi starfsmenn GT / NOrdic Construction hafa kært til lögreglu og höfða innheimtumál vegna, er farið úr landi. Beðið var um frest á vitnaleiðslum í gær af hálfu lögmanns GT og þá fullyrt að ekki væri hætta á að vitni færu úr landi - en í gærkvöld hætti maðurinn að svara síma og í dag bárust þær fréttir að hann væri kominn úr landi.
More Articles ...
- Fjöldauppsagnir að taka gildi
- Hótanir og mútur - "Svona er Ísland í dag".
- Þetta sögðum við allan tímann!
- Framkvæmdastjórn SGS
- Taka slaginn með AFLi!
- Ofurseld græðginni: Brjóta lög og samninga?
- Góðu þingi SGS lokið - glæsilegur hópur þingfulltrúa AFLs
- GT óskar rannsóknar - gott mál segir AFL
- Þing SGS skorar á Jóhönnu
- Hnattvæðing - kjaramál