AFL starfsgreinafélag

Stjórn sjómannadeildar

Á stofnfundi sjómannadeildar AFLs sem haldinn var 19. desember var kjörin ný stjórn, í henni sitja:Af stofnfundi Sjómannadeildarinnar 

Grétar Ólafsson formaður,         
Stephen Johnson varaformaður,
Björgvin Erlendsson ritari,
Jóhannes Hjalti Danner meðstjórnandi og
Guðjón Guðjónsson  meðstjórnandi,

Bætt staða fiskvinnslufólks í hráefnisskorti

Um áramót taka gildi ný lög er bæta stöðu fiskvinnslufólks í hráefnisskorti. Í stað þess að fá aðeins greidd dagvinnulaun frá launagreiðanda getur fiskvinnslufólk sótt um að fá mismun dagvinnulauna og tekjutengdra atvinnuleysisbóta hjá Vinnumálastofnun. Lögin taka gildi 1. janúar 2008 og voru sett m.a. í kjölfar fundar er sviðsstjóri Matvælasviðs SGS og lögmaður SGS héldu með félags-og tryggingamálanefnd Alþingis fyrr í mánuðinum. Sjá lögin

Rýnihópur um húsbyggingu

RýnihópurAFL Starfsgreinafélag hefur keypt húseignina að Búðareyri 5 á Reyðarfirði en húsið þar er ætlað til niðurrifs og ljóst er að á lóðinni verður unnt að byggja 1000 - 2000 fermetra hús - eða mun stærra en AFL þarf undir Reyðarfjarðarskrifstofu sína. Því standa félaginu ...

Continue Reading

Tillögur málþings -sagan varðveitt

Málþing það er AFL stóð fyrir sagafelagannasl. laugardag um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Austurlandi var fámennt enda hamlaði veður för af suðurfjörðum og eins voru Vopnfirðingar og Héraðsbúar forfallaðir vegna annarra atburða. Á málþingið mættu 12 gestir og þar á meðal Smári Geirsson, sem skrifað hefur sögu Verkalýðsfélags Norðfjarðar og Gísli Sverrir Árnason, sem skrifaði sögu "Hafnarverkalýðs" eða sögu verkalýðsfélaganna á Höfn í Hornafirði.

Continue Reading

Kröfugerð lögð fram

 Veruleg hækkun lágmarkslauna - Launataxtar hækkaðir um kr. 20.000 og lágmarkslaun verði 150.000. Almenn hækkun verði 4% - Sjá kröfur SGS

Continue Reading