AFL starfsgreinafélag

Átaki fagnað en................

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags fjallaði í gærkvöld um boðað átak Vinnumálastofnunar í málefnum erlends launafólks. Í ljósi þess að veruleg umræða átti sér stað í þjóðfélaginu eftir að í ljós koma að fjöldi óskráðra verkamanna var við störf á Kárahnjúkasvæðinu

Continue Reading

Uppsagnir í sjávarútvegi

Hluta starfsfólks Fossvíkur á Breiðdalsvík hefur verið sagt upp störfum, og taka uppsagnir gildi um áramót. Á miðvikudag var um 40 manns sagt upp hjá Eskju á Eskifirði. Þá hefur verið eitthvað um uppsagnir á öðrum stöðum - en ekki í þessum mæli.

Continue Reading

Samninganefnd kosin

Á fundi trúnaðarráðs AFLs í kvöld var samninganefnd félagsins kosin og jafnframt formaður kjörnefndar, Kristinn Árnason, Egilsstöðum, en kjörnefnd hefur yfirumsjón með atkvæðagreiðslum um kjarasamninga og verkfallsboðanir. Þá framseldi fundur samninganefndar, sem haldinn var í kjölfar fundar trúnaðarráðs,  umboð til gerðar viðræðuáætlana til viðeigandi landssambanda, þ.e. Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands en fól stofnfundi Iðnaðarmannadeildar AFLs, nk. laugardag að ráðstafa umboði v. iðnaðarmanna.

Continue Reading

Verkfallssjóður til umræðu

Á kjaramálaráðstefnu AFLs síðustu helgi var verkfallssjóður félagsins talsvert til umræðu. Nokkrir ráðstefnugestir spurðu hversu stöndugur sjóðurinn væri og hvað hann þyldi langt verkfall. Kristján Gunnarsson, formaður SGS, lýsti þeirri skoðun sinni að tími allsherjarverkfalla væri liðinn

Continue Reading

Skattleysismörkin upp - styttri vinnuvika

Á kjaramálaráðstefnu AFLs sem lauk í dag lögðu félagsmenn fram hugmyndir að kröfugerð félagsins í komandi Kjaramálaráðstefnakjarasamningum. Boðaður hefur verið fundur trúnaðarráðs félagsins næstkomandi miðvikudag þar sem kröfur félagsins verða mótaðar. Á ráðstefnunni sem hófst í gær, föstudaginn 21. september, voru frummælendur Kristján Gunnarsson, formaður SGS, Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ, og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs. Tillögur ráðstefnunnar voru hins vegar mótaður í hópavinnu ráðstefnugesta. Sjá nánar um ráðstefnuna.

Continue Reading

Kjaramálaráðstefna - lokun skrifstofa

Kjaramálaráðstefna AFLs hefst í dag á Djúpavogi kl. 16:00. Afgreiðslutími flestra skrifstofa AFLs ruglast eftir hádegi vegna undirbúnings og ferða starfsfólks. Svarað verður í síma félagsins 4700 300.