Lögregla vill ræða við Lettana aftur
Í stað þess að vera nú á leið heim til fjölskyldna sinna, verða Lettarnir 13 er dvelja á Egilsstöðum og hafa verið í skýrslutökum og vitnaleiðslum vegna ásakana í garð GT verktaka / Nordic Construction Line um um svik við launagreiðslur, verða þeir enn um sinn á landinu.
Lögreglan hefur lokið skýrslutökum af þeim 13 er kærðu fyrirtækin en óskar eftir að ræða frekar við mennina og bera undir þá einhver gögn sem aflað hefur verið.