Skattleysismörkin upp - styttri vinnuvika
Á kjaramálaráðstefnu AFLs sem lauk í dag lögðu félagsmenn fram hugmyndir að kröfugerð félagsins í komandi kjarasamningum. Boðaður hefur verið fundur trúnaðarráðs félagsins næstkomandi miðvikudag þar sem kröfur félagsins verða mótaðar. Á ráðstefnunni sem hófst í gær, föstudaginn 21. september, voru frummælendur Kristján Gunnarsson, formaður SGS, Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ, og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs. Tillögur ráðstefnunnar voru hins vegar mótaður í hópavinnu ráðstefnugesta. Sjá nánar um ráðstefnuna.
Kjaramálaráðstefna - lokun skrifstofa
AFL ályktar um mjólkustöð
AFL Starfsgreinafélag fordæmir fyrirhugaða lokun á Mjólkurstöðinni á Egilsstöðum. Lokun mjólkurstöðvarinnar er enn ein aðför að hefðbundinni búsetu og atvinnulífi dreifbýlisins. Mjólkurstöðun hefur verið rekin áratugum saman og starfsfólk þar býr yfir mikilli starfsreynslu og metnaði í starfi.
Iðnaðarmenn - boðað til stofnfundar deildar
Verslunarmannadeild stofnuð
Stjórn hefur verið kjörin í Verslunarmannadeild AFLs, en deildin var stofnuð sl. mánudagskvöld. Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði félagsins að Víkurbraut á Hornafirði.