AFL starfsgreinafélag

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar

Kjörstjórn Afls Starfsgreinafélags auglýsir hér með almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar sem mun ná til allra félagsmanna Afls Starfsgreinafélags sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Atkvæði greiða eingöngu það félagsfólk sem boðunin tekur til sbr. framangreint.

Vinnustöðvunin felur í sér að frá kl. 11:00 fyrir hádegi þann 2. október 2024 skuli störf lögð niður (verkfall) ótímabundið.

Atkvæðagreiðsla hefst kl. 14:00 þann 17. september 2024 og henni lýkur þann 24. september 2024 kl. 14:30.

Boðun um vinnustöðvun var samþykkt á hádegisfundi trúnaðarráðs Afls starfsgreinafélags þann 17. september 2024. Texti hennar í heild sinni er hér.  

Fundur trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags, haldinn 17. september 2024, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á meðal allra félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Vinnustöðvunin feli í sér að allir félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði leggi ótímabundið niður störf (verkfall) frá og með 2. október 2024 kl. 11:00 fyrir hádegi.

Samningaviðræður um framlagðar kröfur félagsins vegna endurnýjunar kjarasamnings við Sveitarfélagið Hornafjörð fyrir hönd félagsmanna sinna hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara og telur félagið sig því knúið til að grípa til

 

Allt kosningabært félagsfólk Afls Starfsgreinafélags sem starfar hjá Sveitarfélaginu Hornafirði fær send kjörgögn í tölvupósti  ásamt hlekk á rafrænan atkvæðaseðil. Til að greiða atkvæði þarf rafræn skilríki eða lykilorð.

Félagsfólk sem ekki er á kjörskrá en telur sig hafa atkvæðisrétt getur sent erindi þess efnis til kjörstjórnar Afls Starfsgreinafélags á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

17. september 2024

Kjörstjórn Afls Starfsgreinafélags

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 2024

Grunnskokastarfsd2023
 
Líkt og undanfarin ár mun AFL Starfsgreinafélag halda Starfsdag grunnskólastarfsmanna, að þessu sinni verður hann haldinn í föstudaginn 20. september í frystihúsinu á Breiðdalsvík. Dagskráin liggur fyrir og við hvetjum félagsmenn okkar sem starfa í grunnskólunum til að mæta og taka þátt. Við bjóðum líka velkomna félagsmenn okkar sem starfa á leikskólum á félagssvæðinu.
 

Dagskrá
Kl. 10:00 – Komið í hús. Kaffiveitingar
Kl. 10:10 – Setning – Hjördís Þóra, formaður AFLs
Kl. 10:15 – Innsýn í fjöláfalla-og tengslavanda barna og ungmenna.-Þekking og nálgun- Jóhanna Jóhannesdóttir                                               
Kl. 12:15 – Hádegisverður
Kl. 13:00 – Innsýn í fjöláfalla-og tengslavanda barna og ungmenna- framhald
Kl. 14:50 – Kaffihlé
Kl. 15:20 – Fjármálalæsi – Steinunn Bragadóttir
Kl. 17:30 – Kvöldverður

Skráning á næstu skrifstofu eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánar um rútuferðir og aðra ferðatilhögun hjá Þórhildi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Góð heimsókn frá nágrönnum

Faereyingar

40 manna hópur forystumanna og starfsmanna nokkurra færeyskra verkalýðsfélaga leit við á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði í dag.  Hópurinn er í stuttri heimsókn til Íslands og AFL bauð upp á íslenska kjötsúpu í tilefni dagsins.  Hópurinn hafði beðið um stutta kynningu á uppbyggingu íslenskrar verkalýðshreyfingar og kynning AFLs hófst á orðunum  "skipulag íslenskrar verkalýðshreyfingar er mjög ruglingslegt fyrir utanaðkomandi".  Eftir kynninguna var hópurinn mjög sammála þessari fullyrðingu.  Heimsóknin var á léttu nótunum og eftir kjötsúpuna og létt spjall héldu grannar okkar áfram skoðunarferð sinni um Austurland.

Opið fyrir bókanir um jól og áramót

Búið er að opna fyrir bókanir í orlofshús og íbúðir AFLs um jól og áramót.  Hvort "úthlutunartímabil er ein vika.  Bókað er á "mínum síðum" á www.asa.is.

Greiða þarf staðfestingagjald vegna bókunar - og er eindagi þess 15. október.  Staðfestingagald er ekki endurgreitt þó fallið sé frá bókun síðar.

Eindagi leiguverðs er 2. desember og er fullgreidd leiga en sem síðan er fallið frá, ekki endurgreidd nema takist að endurleigja íbúðina.

Ástæða er til að vekja athygli á að orlofseignir AFLs eru einungis fyrir félagsmenn og nærfjölskyldu þeirra.  Félagsmanni er að sjálfsögðu heimilt að bjóða gestum að dvelja með sér í orlofseign - en félagsmönnum er ekki heimilt að leigja orlofseign og afhenda öðrum til nota - án þess að dvelja þar sjálfir. Er þar með átt við börn viðkomandi, aðra ættingja og / eða vinafólk. 

Tekið er hart á brotum á þessum reglum - og félagið áskilur sér rétt til að innheimta markaðsleigu fyrir íbúðir sem þannig er farið með auk annarra viðurlaga sem félagsmaðurinn sem leigði - verður fyrir.

Úthlutun orlofseigna félagsins um jól og áramót er á "fyrstur kemur - fyrstur fær" formi eins og síðustu tvö ár.  Ástæða þess er að síðustu nokkur ár hefur tekist að leysa úr málum nánast allra sem óska eftir að dvelja í orlofseignum félagsins á þessum tíma  - en úthlutunum fylgdi sá galli að afbókanir bárust oft seint og þeir sem þá höfðu verið á biðlista voru búnir að gera aðrar ráðstafanir.

Árangurslaus samningafundum með sveitarfélögum.

Fyrsti samningafundur AFLs með sveitarfélögunum var haldinn í gær eftir að AFL dróg umboð sitt til baka frá Starfsgreinasambandinu. Fundurinn var boðaður af ríkissáttasemjara og varð áranguslaus

Ræstingarauki um næstu mánaðarmót

Raestingin

Í kjarasamningi SGS og SA, sem undirritaður var í mars síðastliðnum, var samið um ræstingarauka fyrir starfsfólk í ræstingum á almenna markaðnum. Þetta þýðir að ræstingarfólk fær sérstaka viðbótargreiðslu með launum frá og með ágúst sem greidd verða út um næstu mánaðamót.

Ræstingaraukinn skal greiddur út mánaðarlega og reiknast hann í hlutfalli við starfshlutfall, en fyrir fullt starf er hann 19.500 kr. á mánuði. Hafa ber í huga að ræstingaraukinn er ekki hluti af grunnlaunum og myndar þar af leiðandi ekki stofn fyrir yfirvinnu og aðrar álagsgreiðslur

Félagsmenn í AFLi sem starfa við ræstingar á almennum vinnumarkaði eru hvattir til að fylgjast með, skoða launaseðla sína vel nú sem endranær.