AFL starfsgreinafélag

Viðmiðunarreglur fyrir togararall 2020

Sjómannasamband Íslands, Farmanna-og fiskimannasambandið
og Félag Vélstjóra og málmtæknimanna hafa gefið út
viðmiðunarreglu um hvernig greiða skal hlut fyrir þátttöku í
togararalli Hafrannsóknarstofnunar.
Hlutaskipti skulu reiknast af þeim aflaverðmætum sem fást á
rallinu að viðbættum verðmætum veiðiheimilda sem útgerðin
fær fyrir þátttöku í rallinu.

 

Viðmiðunarregla þessi var gefin út 2015 en rétt er að árétta að hún er enn í fullu gildi.

Dale á milli starfa

DaleNýtt námskeið fyrir fólk í leit að atvinnutækifærum  -  100% fjármögnun af fræðslusjóðum

 

Markmið námskeiðsins eru:

 • Efla sjálfstraust og auka eldmóð til að setja kraft í atvinnuleit, leita nýrra tækifæra og vinna með styrkleika sína.
 • Stækka tengslanetið til að styrkja fagleg tengsl og byggja upp ný sambönd
 • Auka tjáningarhæfni til að skapa jákvæð áhrif og koma faglega fyrir og af öryggi í mismunandi aðstæðum.
 • Bæta viðhorf, minnka kvíða og stjórna streitu í krefjandi aðstæðum og undir álagi.
 • Gerð ferilskráar og styrkja ásýnd á samfélagsmiðlum til að auka trúverðugleika og leggja áherslu á styrkleika.

Fyrirkomulag:  Einu sinni í viku í tvo og hálfan tíma í senn í 6 skipti og fer fram LIVE ONLINE á netinu.  Fjórum vikum eftir að námskeiði lýkur er síðan boðið upp á eftirfylgnitíma í 90 mínútur. 

Námskeiðsgjaldið er að fullu greitt af fræðslusjóðunum Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Sjómennt og sendir Dale Carnegie reikninginn fyrir þátttökugjaldinu beint á fræðslusjóðina.

Upplýsingar um næstu námskeið og skráning er á www.dale.is/bokanir

Það sem við förum yfir á námskeiðinu:

 • Gerð framtíðarsýnar og hnitmiðuð markmiðasetning að stefna að næstu 3-6 mánuði.
 • Setjum eldmóð í þau verkefni sem hafa áhrif á árangur okkar
 • Tökum styrkleikaprófið til að koma auga á styrkleika sem nýtast okkur þegar á móti blæs og á hvaða sviðum við viljum bæta okkur
 • Gerum ferilskrá með áherslu á styrkleika og bætum ásýnd á samfélagsmiðlum
 • Stækkum tengslanetið og kortleggjum lykilsambönd
 • Lærum reglur í mannlegum samskiptum og skuldbindum okkur til að beita þeim til að opna fyrir ný sambönd
 • Aukum trúverðugleika í tjáningu með því að þekkja hvernig styrkleikar okkar nýtast og hvernig við komum okkar persónulega vörumerki á framfæri
 • Viðhöldum jákvæðu viðhorfi og stjórnum áhyggjum og kvíða
 • Stækkum þægindahringinn til að auka kjark og þor og vera sveigjanlegri
 • Komum auga á árangur af því að sýna eldmóð, bæta samskipti og veitum öðrum innblástur og hvatningu.

Námskeiðinu fylgir rafræn handbók á íslensku, gullna reglubókin og annað ítarefni.

Live Online fjárþjálfun á sér stað í rauntíma þar sem þátttakendur taka virkan þátt. Það eru tveir þjálfarar á því námskeiði þar sem annar er með fókus á tæknihliðinni. Við notum Webex frá Cisco sem er sérhannað þjálfunarumhverfi sem hentar námskeiðunum okkar.

Frí íslenskunámskeið fyrir félagsmenn

fp top new 1Félagsmenn aðildarfélaga Landsmenntar, Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar fá íslenskunámskeið að fullu niðurgreitt.

Í ljósi þess að borið hefur á aukinni eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum þá hafa stjórnir sjóðanna ákveðið að gera samninga við símenntunarmiðstöðvar til að auka framboð á íslenskunámskeiðum og bjóða upp á fulla fjármögnun íslenskunámskeiða fram að áramótum.

Skráning fer fram hjá símenntunarmiðstöðvum og þá skiptir ekki máli hvort félagsmenn skrái sig sjálfir eða séu skráðir af atvinnurekanda inn á námskeiðin, hvort sem heldur þá verður um fulla fjármögnun að ræða til áramóta.

Hægt að sjá allar símenntunarmiðstöðvar um allt land hér: https://fraedslumidstodvar.is/

Námskeiðin eru að hluta til í fjarnámi og að hluta til í staðbundnu námi með takmörkuðum fjölda þátttakenda út af takmörkunum vegna sóttvarna. 


Þetta framboð á fríum námskeiðum (full fjármögnun námskeiða) sem hafa verið að birtast að undanfarið frá sjóðunum, hefur engin áhrif á réttindi viðkomandi félagsmanna vegna annarrs náms, þessi námskeið eru viðbót og kostnaður vegna þeirra er ekki dregin frá réttindum viðkomandi félagsmanna.

Vinnuvernd - Námskeið

Vinnuverndarskoli Islands

Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir
Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir hafa mikilvægu hlutverki að gegna innan hvers fyrirtækis. Eitt af þeirra mikilvægustu störfum er þátttaka í gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem öllum vinnustöðum ber að hafa. Öryggistrúnaðarmaður sinnir vinnuvernd í samvinnu við öryggisvörð og fylgist með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við vinnuverndarlög. Öryggistrúnaðarmenn eru kjörnir af starfsmönnum en öryggisverðir eru atvinnurekandinn sjálfur eða fulltrúi/fulltrúar sem hann skipar í sinn stað. 

Samkvæmt reglugerð 920/2006 ber atvinnurekendum að sjá til þess að öryggisverðir og öryggistrúnaðarmenn hljóti viðeigandi fræðslu og þjálfun meðal annars með því að sækja námskeið um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem gera þeim kleift að sinna hlutverki sínu. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að fjárhagslegur ávinningur af öflugu vinuverndarstarfi er umtalsverður. Rannsókn á 300 fyrirtækjum í 16 löndum sýndi fram á að fjárfesting í vinnuvernd skilaði sér ríflega tvöfalt til baka í ábata fyrir fyrirtæki (Bräuning og Kohstall, 2012). Vandað vinnuverndarstarf skilar sér í bættu öryggi, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks, fækkun fjarvista vegna veikinda og dregur úr kostnaði vinnuveitenda. Því er til mikils að vinna.

Næsta námskeið Vinnuverndarskóla Íslands fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði verður haldið þann 18. nóvember næstkomandi í fjarnámi. Skráning og frekari upplýsingar


Vinnuv eineltil og áreitniNámskeið um einelti og áreitni
3. nóvember - fjarnám
Á námskeiðinu er fjallað um hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á einelti og áreitni á vinnustað, ásamt því hvernig tekið er á slíkum málum, komi þau upp.

Frekari upplýsingar og skráning

 

 

Continue Reading

Erfiðir viðskiptavinir - Námskeið

ReidirVidskiptavinirErfiðir viðskiptavinir er dæmi um námskeið sem styrkt er 100% 

Umsagnir um rafræna námskeiðið: Erfiðir viðskiptavinir

 • Þessir pínulitlu molar sem koma í gegnum spurningarnar gáfu mér svo mikið! Námskeiðið virkilega ýtir við manni og hafa allir gott af því. Stefanía Hauksdóttir
 • Mjög fræðandi og hnitmiðað námskeið! Berglind S Jónsdóttir
 • Fer í alla sálfræðilegu þættina sem nýtast! Jón Eiður Jónsson
 • Mjög ánægð með námskeiðið – bæði gagnlegt og skemmtilegt. Mjög hjálplegt að hafa bókina til að rifja upp lykilþætti. Auður Gunnarsdóttir
 • Mér fannst námskeiðið mjög gagnleg og skemmtileg. Eins var gott að vinna þau rafrænt og fá að velja þann tíma sem hentar. Kolbrún Sigmundsdóttir

Sjá nánar um námskeiðið hér

 

Félagsmenn fá námskeið hjá ntv að fullu niðurgreidd*

2020 NTV STARFSMIÐAÐ

Gerður hefur verið samningur við ntv skólann um fulla fjármögnun á 6 námskeiðum/námsleiðum sem allt eru starfsþróunarmiðuð og verkefnadrifin fjarnámskeið sem boðið verður upp á í samstarfi við aðildarfélög Landsmenntar, , Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar. Félagsmenn aðildarfélaga sjóðanna munu fá námskeið að fullu niðurgreidd.Einstaklingar skrá sig hjá NTV skólanum eða í gegnum sitt stéttarfélag og mun skólinn senda reikninga beint á skrifstofu fræðslusjóðanna.

*   Þátttakendur skrá sig á námskeið á slóðinni http://www.ntv.is/is/namskeid/nam-i-bodi-stettarfelags.  ATh. þessi leið gildir einungis fyrir þá sem eiga aðild að Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt. 

Verslunarmenn og Iðnaðarmenn þurfa að skrá sig á námskeiðin eftir hefðbundnum leiðum og sækja svo um endurgreiðslu til félagsins.  Endurgreiðsla til þeirra félagsmanna fer síðan eftir rétti sem viðkomandi á hjá félaginu.  

Verkefnið er tilraunaverkefni fram að áramótum og munu námskeiðin hefjast um mánaðarmótin okt/nóv nk. Öll námskeiðin, námsefni, verkefnavinna, verkefnaskil og samskipti eru inni á nemendaumhverfi NTV skólans í gegnum nettengingu.

Námskeiðin sem um ræðir eru:
Bókhald Grunnur 8 vikur (120 kes.)
Digital marketing 7 vikur (112 kes.)
Frá hugmynd að eigin rekstri 4 vikur (60 kes.)
App og vefhönnun 6 vikur (90 kes.)
Vefsíðugerð í WordPress 4 vikur (50 kes.)
Skrifstofu og tölvufærni 6 vikur (96 kes.)

 

 

Starfsmaður 21. aldarinnar

Vilt þú vera starfsmaður 21. aldarinnar!

Vefst tæknin fyrir þér? Stígðu fyrsta skrefið inn í tækniheiminn með Mími! Síðasta tækifæri til að skrá sig því  námskeiði hefur verið frestað svo enn er hægt að hafa samband við Mimi og tryggja sér pláss. 

Námskeiðið er að fullu niðurgreitt fyrir félagsmenn AFLs og kennt í fjarkennslu svo þátttakendur hvar sem er geta tekið þátt.

sjá nánar