Það getur skipt miklu máli fyrir verkalýðsfélög að vita á hvaða starfsstöðvum félagsmenn vinna. Bæði eru fyrirtæki og sveitarfélög, orðin stærri en áður var og mörg fyrirtæki hafa margar starfsstöðvar.
Réttur til að hafa trúnaðarmann á vinnustað er mikilvægur réttur launafólks og sá réttur byggir á fjölda starfsmanna á vinnustaðnum eða starfsstöðinni. Þegar félagið fær skilagrein frá stóru sveitarfélagi – eru tugir eða hundruðir nafna á skilagreininni en engar frekari upplýsingar.
Því er það við t.d. afgreiðslu kjarasamninga, kosninga um verkföll og aðrar afgreiðslur félagsins sem leggja þarf í mikla vinnu við að vinna kjörskrá og alltaf hætta á að einhverjir verði utan kjörskrár, sem eiga að vera þar. Þegar kemur að trúnaðarmannakosningum – er ljóst að félagsmenn AFLs um allt félagssvæði eiga rétt á miklu fleiri trúnaðarmönnum en við höfum í dag. Ein leið til að tryggja að sem flestar starfsstöðvar geti kosið sér trúnaðarmann – er að skrá sig á starfsstöðina.
Félagið mun síðan fylgjast með hvaða starfsstöðvar hafa fleiri en 5 félagsmenn og gangast fyrir trúnaðarmannakosningum á þeim.
Á mínum síðum á www.asa.is er auðvelt að skrá starfsstöð og einnig að tilkynna um breytingu á starfsmannaflokk og jafnvel skrá starfsheiti.
Samningar við sveitarfélagið Hornafjörð tókust í gær og formaður AFLs undirritaði því samninga við Samband Sveitarfélaga sem tekur til allra sveitarfélaga á félagssvæði AFLs. Samningurinn er áþekkur samningi sem önnur SGS félög undirrituðu sl. sumar og með sömu hækkunum og afturvirkur frá 1. apríl. Við Hornafjörð var samið um "sólarlagsákvæði" um varðandi sérmál þannig að starfsmenn sem eru með ráðningarsamband við sveitarfélagið miðað v. 1. september munu halda kjörum sbr. sérákvæðin, út starfstíma sinn en nýjir starfsmenn sveitarfélagsins fá ekki þessi kjör.
Kjarasamningurinn fer í kynningu eftir helgi og síðan greiða félagsmenn AFLs atkvæði um hann.
AFL Starfsgreinafélag óskar eftir að ráða starfsmann á starfstöð félagsins á Hornafirði.
Starfið er tímabundið til eins árs
Starfið felst í almennum störfum hjá stéttarfélagi, svo sem afgreiðslu, símsvörun, skráningum, vinnustaðaheimsóknum og fleiru.
Viðkomandi þarf að hafa hæfilega tölvukunnáttu, geta unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu.
Vinsamlega sendið umsókn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. merkt „Hornafjörður“ fyrir 10. október n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Þóra, 4700 301 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Starfsmenn Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem eru í AFLi Starfsgreinafélagi samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta. Alls greiddu rösk 85% atkvæði með verkfallsboðun, rúmlega11% sögðu nei en 2,6 % rösk skiluðu auðu. Kjörsókn var ásættanleg eða 62% og á kjörskrá voru 124 félagsmenn.
Að óbreyttu hefst því verkfall félagsmanna AFLs hjá sveitarfélaginu 2. oktober nk. kl. 11:00. Verkfallið er ótímabundið og nær til nánast allra stofnana bæjarins.
Þetta er mjög afgerandi niðurstaða og þá sérstaklega í ljósi þeirra fundarferðar sem bæjarstjóri og aðrir stjórnendu bæjarins hafa staðið í á síðustu dögum en margir starfsmenn hafa upplifað fundina sem hótanir um atvinnumissi og kjaraskerðingu. Bæjarstjóri hefur mótmælt því og segist hafa verið að upplýsa starfsfólk um stöðuna. Engu að síður hafa starfsmenn bæjarins sem hafa verið í sambandi við félagið - upplifað þessa fundi eins og áður segir.
Hjördís Þóra, formaður AFLs, segist mjög ánægð með þessa niðurstöðu og sérstaklega í ljósi þeirra funda sem stjórnendur hafa haldið og upplifun starfsmanna af þeim. "Félagsmenn okkar hafa ákveðið að standa með sjálfum sér og félaginu sem er að semja um kjörin."
Viðræður fóru í gang á föstudag en bæjaryfirvöld hafa ekki verið til viðræðu fyrr en eftir að atkvæðagreiðslan fór í gang. Hjördís segist vonast til þess að það takist að loka málinu í vikunni og það sé gott að finna samstöðu í félagsmönnum í þeirri lokahrinu.
Takist samningar ekki hefst verkfall á miðvikudag í næstu viku.
AFL kannar grundvöll fyrir að kæra bæjarstjóra og lögmann sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir það sem félagið telur afskipti af afkvæðagreiðslu um vinnustöðvun
Athugunin byggir á 4. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur en þar segir:
4. gr.
Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með:
a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,
b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.