AFL starfsgreinafélag

Sumarhús 2021 opið fyrir umsóknir - open for applications - Wniosek już dostępny

Orlof2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarhús AFLs sumarið 2021 á mínar síður. Nánari upplýsingar um framboð á húsum má finna í Orlofsbæklingi AFLs 2021

Umsóknarvefurinn er opinn til kl 12 þann 12. apríl. Úthlutað verður síðar þann dag. Í ár eru í boði orlofshús á 9 stöðum á landinu og alls eru 108 "orlofsvikur" í boði. Síðustu ár hafa borist milli 200 og 300 aðalumsóknir og í mörgum tilfellum sækja fleiri en einn úr hverri fjölskyldu um orlofshús. Það er því mjög hátt hlutfall þeirra sem sækja um sem fá einhverja úrlausn - ýmist við úthlutunina eða síðar um sumarið þegar úthlutað er af biðlistum þegar forföll verða. Staðfestingargjald við úthlutun er kr. 5.000 og er það óendurkræft þó fallið sé frá leigu síðar. Eindagi lokagreiðslu á leigu er síðan 14. maí nk.

AFL is now accepting applications for vacation houses for this summer. Members can apply on "my pages" at www.asa.is.

Applications will be accepted until 12:00 at 12th of April. The applications will be processed that same day and those that are allocated houses in this first round - will be notified. This year AFL is offering 23 houses in 9 locations around Iceland. Usually, we get 200 - 300 applications and often more than one from the same family so that usually most of those that apply will be able to enjoy their vacation in AFL´s vacation homes. The confirmation fee for those that get allocated a house is Ikr 5.000 and is due before 19th of April. The full amount of the rental fee is due before 14th of May. Information of the houses and locations are in our new booklet Orlofsbæklingur AFLs 2021

AFL przyjmuje wnioski o przydział domków letniskowych w okresie lata 2021. Członkowie mogą składać wnioski na „moich stronach” adres www.asa.is

Witryna aplikacji o przydział domków letniskowych w okresie wakacyjnym będzie dostępna do 2 kwietnia, do godziny 12:00. Wnioski zostaną rozpatrzone tego samego dnia i po zakończeniu pierwszej alokacji do jej uczestników bedą wysłane powiadomienia.

W tym roku AFL oferuje 23 domki w 9 lokalizacjach na terenie całej Islandii. W ostatnich latach wpłynęło od 200 do 300 zgłoszeń gdzie w wielu przypadkach o przydział domku ubiegał się więcej niż jeden członek rodziny. Dlatego też bardzo wysoki odsetek składających wnioski otrzymuje przydział - czy to w trakcie alokacji, czy później na podstawie list oczekujących.

Opłata za potwierdzenie rezerwacji wynosi 5.000kr i należy ją uregulować do 19 kwietnia. Ta kwota nie podlega zwrotowi nawet w przypadku anulowania wynajmu. Pozostałą część opłaty należy uiścić w terminie do dnia 14 maja. Dokładne informacje o domkach i lokalizacjach znajdują się w naszej nowej broszurze „Orlofsbæklingur AFLs 2021”.

 

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar AFLs

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn

22. mars kl. 16:30

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildar
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Fundarform er fjarfundur en boðið verður upp á að sitja fundinn í fundarsölum á starfstöðvunum á Hornafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði.

Þeir sem óska eftir að fá fundarslóð senda eru beðnir um að senda beiðni um það á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn alm. starfsgreinardeildar AFLs

Orlof 2021

OrlofsbaeklingurUm þessar mundir er orlofsbæklingur félagsins að berast í hús hér eystra, á allra næstu dögum mun opnast fyrir umsóknir í sumardvalarstaði félagins undir mínar síður. Umsóknarfresstur er til kl. 12:00 þann 12. apríl og mun úthlutun fara framm sama dag á skrifstofu félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði kl. 17:30.

Boðið er upp á 23 orlofshús á 9 stöðum víðsvegar um landið, úthlutað er samkvæmt úthlutunarreglum sjá bls. 2

Yfirlýsing AFLs Starfsgreinafélags vegna yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilunum Hulduhlíð og Uppsölum

Hulduhlid 

Sú staða sem komin er upp við yfirtöku ríkisins á starfssemi hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar er með öllu óásættanleg.  Starfsfólk býr við mikla óvissu og hefur mátt þola að starfsöryggi þess er fréttamatur í fjölmiðlum.

AFL Starfsgreinafélag krefst þess að fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Hjúkrunarheimilanna taki þegar til starfa og gangi frá flutningi á ráðningarsambandi við alla starfsmenn og að þess verði gætt að starfsfólk haldi réttindum sínum og kjörum við tilflutninginn.

AFL vekur athygli á því að margir starfsmenn heimilanna eiga langan starfsaldur og að uppsagnarfrestur getur verið allt að sex mánuðir.  Félagið mun gæta hagsmuna félagsmanna sinna við þennan tilflutning.

ALCOA samningar samþykktir með yfirburðum

Alcoa 2021

Nýgerður vinnustaðasamningur AFLs og Rafiðnaðarsambandsins við ALCOA Fjarðaál voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða.  Atkvæði félagsmanna voru talin úr einum potti og fór atkvæðagreiðslan sem hér segir

Á kjörskrá voru 457 og greiddu 331 atkvæði eða 72,43%

Já sögðu 310 eða 93,66% greiddra atkvæða, nei sögðu 15 eða 4,53% og auðir og ógild atkvæði voru 6 eða 1,81% atkvæða.

Þetta er talsvert yfir væntingum forystu félaganna þrátt fyrir að menn hafi skynjað almenna ánægju með samningana og átt von á því að þeir yrðu samþykktir.  Fjölmenn samninganefnd félaganna kom að gerð samninganna og hafa samningamenn einnig verið drjúgir í að kynna samninginn fyrir samstarfsfólki hjá ALCOA Fjarðaál. Eiga því samninganefndarmenn þakkir skyldar fyrir vel unnin störf í samningaferlinu og að því loknu.  Þá ber að þakka framlag ríkissáttasemjara sem hélt samningafundi á Austurlandi.

Samningaferlið hefur verið langt og þungt í vöfum.  Samningar hafa verið lausir síðan 1. mars í fyrra og voru samningaviðræður lengi í gang - m.a. vegna Covid.  Þá varð ágreiningur um túlkun á orlofsrétti vaktavinnumanna eftir vinnutímastyttingu síðustu kjarasamninga og endaði sú deila fyrir Félagsdómi þar sem félögin töpuðu málinu.  Loks vísuðu félögin deilunni til ríkissáttasemjara í desember og fóru þá hlutirnir að gerast hraðar.

Ævintýraleg aðsókn að sumarhúsum um páska

Minniborgir

Alls voru 220 umsóknir um 19 sumarhús sem félagið hefur til ráðstöfunar um páskana.  Þetta eru margfalt fleiri umsóknir en síðustu ár og fyrir páskana í fyrra komu 67 umsóknir í allt.

Dregið var milli umsækjenda og voru þeir í forgangi sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjú ár. Allir umsækjendur í forgangshóp voru dregnir út á biðlista sem notaður verður ef einhverjir þiggja ekki úthlutað hús.  Eindagi á staðfestingargjaldi er á miðvikudag þannig að eftir viku kemur í ljós hversu mörgum húsum verður skilað aftur.

Vonir standa til að húsin þrjú í Grímsnesi sem félagið keypti á dögunum verði tilbúin til útleigu fyrir páska og verða þau þá boðin þeim sem eru fremstir á biðlista.

Nýr dómur - bílstjórar Uber eru launamenn

GWR UberIPO 050819 36

(mynd: Working Partnerships USA / Jeff Barrera)

Breski vinnudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu 2016 að bifreiðastjórar sem óku undir merkjum Uber á Bretlandi væru launamenn en ekki verktakar eða sjálfstætt starfandi. Hæstiréttur Bretlands hefur staðfest þá niðurstöðu.

Dómurinn sem er frá 19. febrúar 2021 er mikill sigur fyrir allt það launafólk sem gert er að vinna í ótryggum ráðningarsamböndum. Tilurð slíkra sambanda eru gjarnan rökstudd með vísan til nýrrar tækni, nýs skipulags vinnunnar, fjórðu iðnbyltingarinnar og svo framvegis. Í enda dags er kjarni málsin alltaf sá að einhver ræður í reynd framkvæmd og skipulagi vinnunnar og sá aðili er að jafnaði sá sem á endanum hirðir arðinn af henni. Réttarstaða aðilana er ójöfn og verður ekki jöfnuð nema með skipulögðum vinnumarkaði sem byggir á réttindum og skyldum sem samkomulag tekst um í kjarasamningum þar sem stéttarfélög hvers réttarstaða er varin í lögum og alþjóðasamningum, koma fram fyrir ótilgreindan hóp launamanna. Í því efni hefur ekkert breyst frá því launafólk byrjaði að skipuleggja sig í upphafi 20 aldar.

Fjallað var um hinn áfrýjaða dóm í frétt ASÍ 8. nóvember 2016. Hæstiréttur Bretlands hefur nú staðfest hann að öllu leyti. Niðurstöðu sína um skilgreiningu bifreiðastjóra Uber sem launamanna byggir Hæstiréttur í meginatriðum á fimm þáttum er lúta að stjórnunarrétti Uber.

1. Þóknun bifreiðastjóranna er alfarið og einhliða ákveðin af Uber.
2. Samningur bifreiðastjóranna og Uber og öll samningskjör eru einhliða ákveðin af Uber.
3. Bifreiðastjórar ráða í reynd ekki hvenær eða hvort þeir vinna því um leið og þeir skrá sig inn í Uber appið er þeim skylt að taka allar ferðir. Haldið er utanum hvort þeir þiggi allar ferðir sem bjóðast og uppfylli þeir ekki markmið Uber í því efni eru þeir afskráðir úr appinu.
4. Uber ræður hvernig bifreiðar eru notaðar og tæknin sem notuð er og er óaðskiljanlegur hluti þjónustunnar er alfarið eign Uber.
5. Uber lágmarkar öll samskipti bifreiðastjóra og farþega og gerir sérstakar ráðstafanir til þess að hindra að framhaldandi viðskiptasamband geti stofnast milli aðila.